Dagur leikskólans
Í tilefni af því að leikskólinn Krakkaborg hefur nú flutt í nýtt og endurbætt húsnæði í Þingborg er fjölskyldum nemenda, sveitungum og öðrum velunnurum leikskólans boðið á sérstaka opnunarhátíð föstudaginn 6. febrúar n.k. frá klukkan 14:00 – 16:00.
6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Það er því vel við hæfi að fagna þessum tímamótum á svo góðum degi.
Þennan dag verður ný „Skólanámsskrá Krakkaborgar“ einnig gefin út og léttar veitingar verða á boðstólnum.
Verið hjartanlega velkomin.
Starfsfólk Leikskólans Krakkaborgar