Alls sóttu sjö umsækjendur um starf leikskólastjóra við leikskólann Krakkaborg sem nú hefur tekið til starfa í nýju húsnæði.
Formaður fræðslunefndar, leikskólafulltrúi Skólaþjónustu Árnesþings, oddviti Flóahrepps og sveitarstjóri fjölluðu um umsóknirnar.
Einróma var samþykkt að ráða Sigríði Birnu Birgisdóttur í starfið.
Hún er starfandi leikskólastjóri í dag og er með framhaldsmenntun í stjórnunarfræðum.
Hallfríður Aðalsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri mun gegna starfi leikskólastjóra frá og með 1. mars þar til Sigríður Birna kemur til starfa.