Snjór og hálka í sveitinni okkar.
Margar ábendingar hafa borist vegna hálku og erfiðra aðstæðna og er unnið úr þeim jafnóðum, eftir því sem aðstæður og búnaður leyfa.
Vegagerðin sem er veghaldarinn á svæðinu, tekur við ábendingum frá sveitarstjóra, vinnur úr þeim, sendir verktaka á vettvang og deilir út salti og sandi.
Varað er við hálku og vetrarfærð á öllum vegum í umdæminu, en Villingaholtsvegur og Gaulverjabæjarvegur verða saltaðir í dag.
Bestu þakkir fyrir ábendingarnar ykkar, þær auðvelda eftirlit á svæðinu og skipulag á aðgerðum.
Förum varlega í vetrarumferðinni og gefum okkur nokkrar aukamínútur til þess að komast þangað sem við ætlum meðan aðstæður eru erfiðar.
Sveitarstjóri Flóahrepps