Formax – aqua-icelander.com – Gegnishólaparti
Sveitarstjóri leit í vikunni við hjá fyrirtækinu Formax i Gengishólaparti. Formax flutti að Gegnishólaparti árið 2006 og framleiðir m.a. ýmsan varning fyrir fiskvinnslu, allt frá gegnumlýsingarlömpum upp í fullbúnar vinnslulínur, bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Stöðugt verða til nýjar hugmyndir og tölvutæknin nýtt til þess að þróa þær að fullbúinni vöru. Á gólfi verkstæðisins stóðu, 2 fullkomin vatnsþjálfunarbretti fyrir hross, sem voru á leið í útflutning í vikunni. Nýir markaðir hafa opnast fyrir slíkan búnað bæði í Dubai, Ástralíu og nokkrum Evrópulöndum. Eigendur Formax eru Bjarni Sigurðsson, Margrét Sigfúsdóttir, Helgi Halldórsson og Karen Viðarsdóttir. Sveitarstjóri þakkar góðar móttökur.