Árgjald Umf. Samhygðar
Félagar eru minntir á að innheimta árgjalds Umf. Samhygðar fyrir árið 2014 stendur yfir. Allir félagsmenn 14 ára og eldri greiða árgjald 1000 kr. Ekki er innheimt árgjald af yngri félagsmönnum. Félagar eru beðnir um að greiða árgjaldið með millifærslu á reikning Umf. Samhygðar152-26-23817 kt. 471077-1359. Tilgreina verður nafn og kennitölu greiðanda. Nánari upplýsingar fást hjá gjaldkera Umf. Samhygðar Hugrúnu Geirsdóttir í netfanginu huggageirs@hotmail.com
Heimsókn á aðfangadag
Fyrir hádegi á aðfangadag verða góðir gestir á ferð á félagssvæði Samhygðar. Þessir kúnstugu sveinar heimsækja krakka í sveitinni og afhenda þeim glaðning sé þess óskað. Þeir sem vilja koma sendingu á sveinana síkátu skulu koma henni til Stefáns í Gerðum fyrir aðfangadag.
Umf. Samhygð óskar félögum og velunnurum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum fyrir samveruna á árinu sem er að líða.