Tónahátíð í Flóahreppi
Stormsveitin
Laugardagskvöldið 15. nóvember verður seinni viðburður Tónahátíðar Flóahrepps þetta árið á dagskrá. Þá mun stíga á svið í Félagslundi Stormsveitin sem er 20 manna karlakór. Efnisskrá Stormsveitarinnar spannar allt frá Brennið þið vitar Páls Ísólfssonar til Metallica og allt þar á milli. Stormsveitin hefur starfað síðan á haustdögum 2011 og hefur haldið nokkra tónleika ásamt að hafa komið fram á hinum ýmsu skemmtunum. Kórinn er fjórraddaður og syngur metnaðarfullar útsetningar við kröftuga rokktónlist. Helsta markmið Stormsveitarinnar er að skemmta sér við að skemmta öðrum.
Skemmtum okkur saman í Félagslundi 15. nóvember.
Húsið opnar kl. 20:30, miðaverð 2.000 kr.
Léttar veitingar seldar á staðnum
Rekstrarstjórn félagsheimilanna