Frá Villingaholtskirkju
Mánudaginn 10. nóvember var haldinn fundur í sóknarnefnd Villingaholtssóknar, þar sem mættu sóknarnefnd, varamenn og sr. Þorvaldur Karl Helgason.
Efni fundarins var afsögn formanns sóknarnefndar, Önnu Fíu Ólafsdóttur vegna flutnings úr Flóahreppi.
Niðurstaða fundarins varð sú að fram til aðalsafnaðarfundar árið 2015 mun Sólveig Þórðardóttir, gjaldkeri sinna formennsku, jafnframt því að hjálpa fólki að velja grafarstæði þegar þörf er á, bóka athafnir í kirkju og sjá um lýsingu í garði. Þórunn Kristjánsdóttir ritari mun sjá um þrif og upphitun kirkju, Albert Sigurjónsson mun sjá um mælingar í kirkjugarði og Kristín Stefánsdóttir sjá um að flagga við athafnir,
Kveikt verður á aðventulýsingu í kirkjugarði eigi siðar en laugardaginn 29. nóvember.
Hafa má samband við formann/gjaldkera á netfangið skufslaekur2@gmail.com og í síma 869 6534 og 482 2553.
Sólveig Þórðardóttir
Skúfslæk 2