Til styrktar nýrri göngudeild við HSu
Kvenfélagskonur í Flóahreppi eru að vonum ánægðar með aðsóknina að bazarnum sem haldinn var 8. nóvember s.l. Mikið var af fallegum varningi til sölu og heitt kaffi og meðlæti á boðstólnum. Notaleg kaffihúsastemning myndaðist í húsinu sem var orðið þéttsetið strax uppúr klukkan 14.00. Allur ágóði af sölunni rennur til nýrrar göngudeildar HSu. Heyrst hefur að það hafi safnast um 1,3 milljónir króna sem er myndarlegt framlag og sýnir enn og aftur hvað hægt er að gera þegar allir leggjast á eitt um að láta góða hluti gerast.
Ljósmyndina tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.