Aðventusamvera verður í Villingaholtskirkju, sunnudaginn 30. nóvember kl. 16.00.
Prestur sr. Axel Árnason Njarðvík, kirkjukórinn leiðir söng.
Kveikt verður á aðventukransinum. Börn syngja
Sr. Kristinn Ágúst mun mæta og kveðja söfnuðinn eftir tveggja áratuga þjónustu og það verður boðið upp á piparkökur, kaffi og djús í kirkjunni.
Við hlökkum til að sjá þig og eiga notalega stund saman í byrjun aðventunnar.
Kveikt verður á jólaljósunum í kirkjugarðinum laugardaginn 29. nóvember, öllum velkomið að koma með ljós á leiði ástvina.