
Flóaskóli 17. sept. 2014
Nýtt loftræstikerfi í Flóaskóla. Nú er verið að leggja lokahönd á nýtt loftræstikerfi í Flóaskóla.
Lagðir hafa verið nýir loftræstistokkar um húsnæðið og í gær þurfti að rjúfa þak til þess að koma blásurum sem keyra loftið í gegnum kerfið á réttan stað.