Árlegt Flóamót Ungmennafélaganna við Þjórsárver.
Ungmennafélögin í Flóahreppi standa fyrir sínu árlega Flóamóti föstudaginn 5. september n.k. á íþróttavellinum við Þjórsárver kl. 14.00 strax eftir skóla. Mótið er fyrir alla krakka á grunnskólaaldri og er keppt í eftirfarandi greinum:
1. – 4. bekkur: 60 m hlaup, langstökk og 400 m hlaup
5. – 7. bekkur: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 400 m hlaup
8. – 10. bekkur 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 800 m hlaup
Skráning verður á staðnum. Allir keppendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og býður Umf. Vaka upp á grillaðar pylsur í mótslok. Foreldrar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og halda uppi góðri stemmningu meðal áhorfenda. Ef einhverjir sjá sér fært að vera starfsmenn, þá er það vel þegið. Sérstaklega er mikilvægt að foreldrar barna í yngsta keppnisflokknum komi og aðstoði börn sín í keppni. Áætluð mótslok eru um klukkan 16.00.
Ungmennafélögin Baldur, Samhygð og Vaka.