Stöðugt bætast við nýjar upplýsingar á heimasíðu Flóahrepps…..
Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir er nú að ljúka verkefni sínu“ Ferðaþjónustuklasi Flóahrepps.“ Hluti af skilum á verkefninu felst í uppfærslu upplýsinga á heimasíðu sveitarfélagsins. Gaman að segja frá því að nú nýlega hafa bætst við nýir tenglar; „Menningarferð um Flóahrepp“ og „Bæklingur“ um áhugaverða staði. Endilega skoðið og njótið. Smellið á „Ferðaþjónusta“ efst á forsíðunni og þar undir eru „tenglar“ á þessar viðbætur ásamt fleiru áhugaverðu. Takk Iðunn fyrir þetta.