Fundargerð 143. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 2. júlí 2014
Fundartími: 19:00 – 22:20
Fundarmenn: Árni Eiríksson, Rósa Matthíasdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigurbára Rúnarsdóttir, Elín Höskuldsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Árni Eiríksson setti fund bauð fundargesti velkomna. Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt að taka fyrir önnur mál.
Dagskrá:
a) Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram 73. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 30. júní 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir varða Flóahrepp:
Mál nr. 2: Fyrirspurn Eystri-Hellur II, nafnabreyting.
Lagt fram erindi Katrínar Ástráðsdóttur dags. 6. júní 2014 þar sem óskað er eftir breytingu á nafni íbúðarhúss að Eystri-Hellum II lnr. 221038 í Austurbær. Þar sem ekki er til önnur lóð með heitinu Austurbær á Suðurlandi gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að nafni lóðarinnar Eystri-Hellur II verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Mælt er með að leitað verði meðmæla örnefnanefndar.
Mál nr. 7: Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 22. maí til 19. júní 2014.
Mál nr. 11: LB_Urriðafoss -landskipti
Lagt fram erindi frá eigendum Urriðafoss þar sem óskað er eftir umsögn um skiptingu jarðarinnar Urriðafoss, lnr. 166392. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu þar til fyrir liggja lagfærð gögn í samráði við ábendingar skipulagsfulltrúa.
Mál nr. 27: Fyrirspurn_Galtastaðir-varamóttökustöð.
Lagt fram erindi þar sem fram kemur að fyrirhugað er að koma upp varamóttökustöð í landi Galtastaða. Um er að ræða loftnet sem er byggt upp af sex tréstaurum sem hver er um sig er 17,5 m að hæð auk allt að 25 fm tækjahúss. Einnig er gert ráð fyrir bygggingarreit fyrir orlofshús Isavia auk skógræktar. Skipulagsnefnd mælti með að sveitarstjórn samþykki að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 3. mgr. 40. grs. skipulagslaga og leita umsagnar Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 28: Formaður og varaformaður skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd samþykkti að Gunnar Þorgeirsson verði formaður nefndarinnar og Ragnar Magnússon varaformaður.
Mál nr. 29: Fundartími skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd samþykkti að haldnir verði tveir fundir hjá nefndinni í hverjum mánuði í stað eins. Fundir verða haldnir annan og fjórða fimmtudag í hverjum mánuði kl. 9:00. Næsti fundur nefndarinnar verður fimmtudaginn 31. júlí n.k.
Varðandi mál nr. 27 þá óskar sveitarstjórn eftir því að gerði verði betur grein fyrir staðsetningu mannvirkja á loftmynd af landsvæði Isavia í landi Galtastaða lnr. 198977 í skipulagslýsingu.
Að öðru leyti staðfestir sveitarstjórn fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Kæra vegna framkvæmda í Langholti 3
Lögð fram til kynningar, kæra dags. 20. júní 2014 vegna leyfisveitinga við framkvæmdir í Langholti 3.
Lagðir fram minnispunktar frá fundi sem haldinn var í Þingborg 24. júní s.l. með verkefnastjóra JÁVERK, Heimi Rafni Bjarkasyni þar sem kynntar voru hugmyndir um lækkun á kostnaði við framkvæmdir við leikskólann í Þingborg.
Sveitarstjórn samþykkir að klæðningu húss, bæði nýbyggingar og eldri byggingar verði standandi bárujárnsklæðing í stað álklæðingar.
Einnig samþykkt að setja álklædda timburglugga í eldri byggingu líkt og í nýbyggingu.
Á fundi kom fram að vatnsinntök fyrir heitt og kalt vatn þarfnast endurnýjunar. Kostnaður liggur ekki fyrir.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga dags. 11. júní 2014 þar sem óskað er eftir fjölgun kennslustunda um 5,5 klst. frá 1. ágúst 2014.
Erindi frestað.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að samningi við Tónsmiðju Suðurlands dags. 4. júní 2014 um áframhaldandi samstarf við Flóahrepp um kennslu fyrir allt að 3 nemendum.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Árna Hrólfssyni þar sem gerð er athugasemd við niðurstöðu talningar í skoðanakönnun sem haldin var samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí s.l.
Í skoðanakönnun var boðið upp á þá valmöguleika að segja já eða nei og ef sagt var já var boðið upp á fimm möguleika að krossa við. Niðurstaðan var sú að 165 sögðu já og 163 sögðu nei.
Tólf aðilar sem þátt tóku í skoðanakönnun og merktu við já, vildu sjá sameiningu við Ásahrepp eða önnur sveitarfélög sem ekki var merkt sem valkostur í könnunni.
Að mati formanns kjörstjórnar er það val sveitarstjórnar hvort þessi 12 atkvæði séu úrskurðuð gild þar sem um skoðanakönnun var að ræða.
Sveitarstjórn samþykkir að þessi 12 atkvæði verði dæmd ógild. Niðurstaða í skoðanakönnun er því sú að 153 sögðu já, 163 sögðu nei og ógildir seðlar voru 14.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram styrkbeiðni frá skákfélaginu Hróknum dags. 11. júní 2014.
Sveitarstjórn sér ekki færi á að styðja við verkefnið að svo stöddu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagður fram tölvupóstur frá Ferðamálastofu dags. 24. júní 2014 þar sem kynnt er verkefni um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Flóahepps í stýrihóp fyrir verkefnið.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri Flóahrepps verði fulltrúi í stýrihópnum fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Árni Eiríksson kynnti stöðu mála varðandi ráðningu sveitarstjóra. Fjöldi umsókna barst til Capacent sem séð hefur um umsóknarferlið. Í byrjun næstu viku er stefnt að því að sveitarstjórn hitti nokkra aðila sem valdir verða úr hópi umsækjenda eftir ákveðinni stigagjöf. Upplýsingar um umsækjendur verða birtar við fyrsta tækifæri opinberlega.
Lagður fram tölvupóstur dags. 1. júlí 2014 þar sem sótt er um starf sveitarstjóra. Sveitarstjórn þykir leitt að umsóknin barst of seint og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður 30. júlí 2014 kl. 19.00
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 16. júní 2014 lögð fram.
a) 480 fundur SASS dags. 4. júní 2014
b) Samkomulag um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu dags. 8. maí 2014
c) Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands
a) Fyrirspurn varðandi Vinnuskóla Flóahrepps
Lögð fram fyrirspurn dags. 30. júní 2014 um starf Vinnuskólans.
Flokkstjórastöður eru vel skipaðar og starfið gengur vel þrátt fyrir vætutíð.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22.20
Árni Eiríksson (sign)
Rósa Matthíasdóttir (sign)
Margrét Jónsdóttir (sign)
Sigurbára Rúnarsdóttir (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)