Framkvæmdum JÁVERK við leikskólann Krakkaborg miðar mjög vel. Búið er að rífa gamla anddyrið á leikskólanum og leggja frárennslislagnir utan sem innanhúss í eldri hluta. Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við jarðvegsvinnu á grunni fyrir nýja viðbyggingu leikskólans.
Búið að saga fyrir öllum hurðargötum í eldri byggingu og saga frá gluggum. Einnig er búið að rífa létta veggi og saga gólf þar sem leggja á hita í gólf. Múrbroti er lokið innanhúss sem og lagnaleiðum fyrir rafmagn.
Jarðvegsvinna við grunn fyrir nýbyggingu er langt á veg komin. Hafsteinn Hafliðason, íbúi í Þingborg hefur verið sveitarfélaginu innan handa með hugmyndir um ýmis atriði, s.s. notkun á jarðvegi sem tekinn er úr grunni.
Á meðfylgjandi mynd er verið að taka fyrstu skóflustungu að nýrri viðbyggingu við leikskólann.