Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Mánudagur 14. júlí 2014
Fundartími: 19:00- 21:00
Fundarmenn: Árni Eiríksson, oddviti, Svanhvít Hermannsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigurbára Rúnarsdóttir, Elín Höskuldsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrá:
Alls sóttu 38 manns um stöðu sveitarstjóra Flóahrepps. Það var fyrirtækið Capacent sem aðstoðaði Flóahrepp við umsóknarferlið.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og varaoddvita að leita samninga við Eydísi Þ. Indriðadóttur um stöðu sveitarstjóra.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn þakkar öllum umsækjendum fyrir áhuga þeirra á starfinu.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir tilboðum í þrif á Flóaskóla og Þjórsárveri.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn ræðir um lélegt ástand Hamarsvegar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:00
Árni Eiríksson, oddviti (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Jónsdóttir (sign)
Sigurbára Rúnarsdóttir (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)