Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 16. júní s.l. var Árni Eiríksson kjörinn oddviti sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára. Árni býr á Skúfslæk í Flóahreppi og er starfsmaður Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Margrét Jónsdóttir á Syðra Velli var kjörinn varaoddviti.