Ljósmyndamaraþon umf. Vöku fór fram á hátíðinni Fjör í Flóa nú um helgina. Dómnefndin hefur nú farið yfir innsendar myndir og útnefnt sigurvegara.
Dómnefndin samanstóð af Gunnari Marel Hinrikssyni, ljósmyndara, Erlu Björg Aðalsteinsdóttur og Guðmundu Ólafsdóttur. Þess má þó geta að Erla Björg ákvað í upphafi að draga sig í hlé frá dómarastörfum vegna fjölskyldutengsla við stórt hlutfall keppanda. Nafnleynd var viðhöfð við dæmingu myndaraðanna.
Átta myndaraðir voru sendar inn og verðlaunahafar í þeim flokki voru:
Kolbrún Júlíusdóttir, Kolsholti. Hún fær í verðlaun:
Kristín Stefánsdóttir, Hurðarbaki. Hún fær í verðlaun:
20 myndir voru settar inn á instagram undir #fjöríflóa2014. Vinningshafar í þeim flokki voru:
Freyja Baldursdóttir, Klængsseli, fyrir myndina „Þuríður formaður hleypur uppi Sigurð Gottsveinsson“. Hún hlýtur í verðlaun:
Bryndís Rósantsdóttir, Hraungerði, fyrir mynd sína af Flóanum. Hún hlýtur í verðlaun:
Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir, Lyngholti fyrir mynd af kassaklifri. Hún hlýtur í verðlaun:
Vinningar verða keyrðir út til vinningshafa á næstu dögum.
Við hjá ungmennafélaginu vöku viljum þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir fá styrktaraðilar okkar sem gáfu verðlaunin.
Verðlaunamyndirnar verður hægt að sjá á heimasíðu Flóahrepps og á facebooksíðu umf. Vöku.