Eftirfarandi kennsla í Flóaskóla er laus til umsóknar fyrir næsta skólaár:
Sérkennari (100% starf ótímabundið)
Umsjónarkennari í 2. bekk (Vegna afleysingar, 18 kennslust. á viku)
Textílkennsla í 1.-7. bekk (Stundakennsla, 7 kennslust. á viku)
Tónmenntakennsla í 1.-7. bekk (Stundakennsla, 7 kennslust. á viku)
Leitað er að samviskusömum og duglegum einstaklingum sem sýna frumkvæði, sveigjanleika og lipurð í samskiptum við börn og fullorðna. Umsækjendur verða að hafa hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2014.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Guðmundur Freyr Sveinsson skólastjóri, sími 486-3460 / 859-3460. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið gudmundur@floaskoli.is.