Íslenska Gámafélagið mun í samstarfi við Flóahrepp, fara í kynningar til íbúa sveitarfélagsins þriðjudaginn 27. maí og miðvikudaginn 28. maí. Kynningarnar eru til að íbúar geti nýtt sér þekkingu starfsmanna Íslenska Gámafélagsins til að bæta enn betur flokkun í sveitarfélaginu.
Íbúum gefst kostur á að ræða almennt um flokkunarmál við starfsmenn Íslenska Gámafélagsins sem hefur annast sorphirðu í Flóahreppi samkvæmt svokölluðu þriggja flokka kerfi frá árinu 2008. Það skiptir máli að vanda flokkun og auka endurvinnslugildi sorpsins og draga þannig úr urðun.