Í dag, þriðjudag 27. maí, var gengið frá samningi um framkvæmdir við leikskólann Krakkaborg í Þingborg sem felast í endurbótum og viðbyggingu við leikskólann. Það voru sveitarstjóri Flóahrepps og framkvæmdastjóri JÁVERK ehf sem skrifuðu undir samninginn. Áætlað er að kostnaður vegna framkvæmda nemi um 131.700.000 kr með virðisaukaskatti. Verkinu á að vera lokið 19. desember 2014 og reiknað er með að starfsemi leikskólans geti hafist í endurbættu og nýju húsi um áramót 2014/2015.
Á myndinni eru talið frá vinstri: Aðalsteinn Sveinsson oddviti, Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri, Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri JÁVERK og Heimir Rafn Bjarkason verkefnastjóri JÁVERK.