• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Auglýsingar og tilkynningar
  • Fjör í Flóa 2014

Fjör í Flóa 2014

27. maí 2014
Flokkar
  • Auglýsingar og tilkynningar
Stikkorð

Fyrir þá sem vilja hafa dagskrána meðferðis þá er hún í prentvænu formi hér:

Fjör i Flóa Dagskrá

 

Dagskrá Fjörs í Flóa 2014 er eftirfarandi:

Ljósmyndamaraþon

Ungmennafélagið Vaka stendur fyrir ljósmyndamaraþoni á Fjöri í Flóa. Keppt verður í tveimur flokkum. Annars vegar Instagram flokki en þá fara allar myndir sem settar eru á Instagram og merktar #fjöríflóa2014 sjálfkrafa inn í keppnina. Sú mynd hlýtur sigur í þeim flokki sem er falleg og fangar um leið anda hátíðarinnar. Hinsvegar verður keppt í svokallaðri myndaröð en þá fá keppendur sex orð sem þeir eiga svo að túlka með ljósmyndum, ein mynd fyrir hvert orð. Sá sem skilar inn fallegustu myndaröðinni sigrar þennan flokk. Myndaröðum verður að skila inn fyrir kl 16:00 sunnudaginn 1. júní á netfangið gudmunda89@gmail.com. Myndvinnsla á myndunum er leyfileg.

Allir geta tekið þátt í maraþoninu og þátttaka er ókeypis. Veitt verða verðlaun fyrir bestu Instagram myndina og bestu myndaröðina. Keppnin hefst föstudaginn 30. maí en þá verða orð myndaraðarinnar birt á heimasíðu flóahrepps www.floahreppur.is og á facebooksíðu umf. Vöku. Einnig verða orðin og upplýsingar um keppnina fáanlegar í félagsheimilum Flóahrepps á meðan hátíðinni stendur. Nöfn vinningshafa verða birt á heimasíðu Flóahrepps eftir hátíðina og jafnframt verða sigurmyndirnar ásamt fleirum birtar á síðunni.

 

Föstudagur 30. maí

Kl. 10:00 – 12:00 Skrifstofa Flóahrepps. Opið hús, allir velkomnir, ljósmyndir af ýmsum atburðum í Flóahreppi til sýnis.

 

Kl. 10:00 – 16:30 Gler og keramik verkstæði Fanndísar í gamla mjólkurhúsinu á Brúnastöðum í Flóahreppi. Allt að 40% kynningar afsláttur, allir velkomnir. www.facebook.com/pages/Fanndís/145769287327

 

Kl. 11.00-16.00 Ullarvinnslan Þingborg. (Gamla Þingborg) Opið hús. 

 

Kl. 13:00 – 18:00 Tré og list er lifandi listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og  uppfinninga, kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Kl. 16:00 opnar Sigrún Sigurðardóttir, Súluholti myndlistarsýningu. Sigrún er borin og barnfædd í Súluholti og býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Hún er dóttir sæmdarhjónanna Sigurðar Guðmundssonar og Guðrúnar Hjörleifsdóttur. Sigrún er að mestu sjálflærð í list sinni en hefur tekið þátt í nokkrum námskeiðum hjá myndlistarfélagi Árnessýslu og verið þátttakandi á nokkrum sýningum þess. Við opnun sýningarinnar mun fyrrverandi söngmálastjóri Haukur Guðlaugsson spila á flygilinn. Frá opnun Tré og list hefur safnið prýtt verk eftir listakonuna Siggu á Grund sem löngu er orðin landsþekkt fyrir sín einstöku listaverk. Aðgangur 700 kr. meðan á Fjör í Flóa stendur og frítt fyrir börn.

 

Kl. 13:00 – 18:00 Sveitabúðin Sóley Tungu.  Heitt á könnunni og svaladrykkur

 

Kl. 15:00 Þjósárveri. Menningarstyrkjum Flóahrepps verður úthlutað við hátíðlega athöfn. Við sama tækifæri verður tilkynnt opinberlega um kjör á íþróttamanni og konu ársins 2013. Barnakór Flóaskóla mun flytja nokkur lög undir stjórn Kolbrúnar Berglindar Grétarsdóttur.

 

Kl. 20:30 Gönguferð, ,,gengið í spor Kambsránsmanna“. Hið sögufræga Kambsrán verður í brennidepli í gönguferð sem farið verður í undir leiðsögn Sigurgeirs Hilmars Friðþjófssonar göngustjóra en sögusvið þess er í Flóahreppi. Kambsránið var framið 9. febrúar 1827 á bænum Kambi þegar fjórir grímuklæddir menn réðust til inngöngu, bundu íbúa og brutu upp hirslur í leit að peningum. Gangan hefst á hlaðinu á Kambi og hentar ungum jafnt sem öldnum.

 

Laugardagur 31. maí

Kl. 9:00 – 12:00 Þingborg, morgunmatur í boði Fjörs í Flóa og fyrirtækja á Suðurlandi. Allir velkomnir í notalega samverustund og kjarngóðan morgunmat.  Kvenfélag Hraungerðishrepps sér um morgunmatinn. Andlitsmálning verður fyrir börnin og sitthvað fleira. 

 

Kl. 9:00 – 18:00 Þingborg. Ýmis dýr, stór og smá, til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Vélar til sýnis á planinu. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður með tombólu (hlutaveltu), blóma- og grænmetissölu. Einnig verða þær með kaffisölu. Bræðurnir á Fjalli verða með Hornabúið sitt.

 

Kl. 9:00 – 18:00 Þingborg.  Ljósmyndasýning Péturs Reynissonar.

 

Kl. 9:00 – 18:00 Þingborg. Listamaðurinn Lúðvík Karlsson, LISTON, sýnir verk sín við Þingborg og við Villingaholtshreppsveg í Langsstaðalandi þar sem hann verður búinn að koma upp vísir að skúlptúrgarði. Þar verður hann við vinnu sína ef veður leyfir laugardag kl.11-14. Sjón er sögu ríkari.   

 

Kl. 9:00 – 18:00 Þingborg eftirtaldir aðilar verða með sölubása; Auður Atladóttir, Arnleif Margrét Kristinsdóttir, Ásdís Finnsdóttir, Eygló Valgeirsdóttir og Ingveldur Birgisdóttir, Guðrún Birna Garðarsdóttir, Hellaspor, Jöklamús, Pálína Ágústa Jónsdóttir, Prjónakistan, Vilborg Magnúsdóttir, Þórdís Öfjörð og Guðmunda Guðmundsdóttir (sjá nánar hér fyrir neðan).

 

 Kl. 10:00 – 16:00 Þingborg. Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps verður með kökubasar. 

 

Kl. 10:00 – 12:00 Aksjón á Læk, allskonar varningur til sölu.

 

Kl. 10:00 – 22:00 Félagslundur. Kosningar til sveitarstjórnar.

 

Kl. 10:00 – 21:00  Gler og keramik verkstæði Fanndísar í gamla mjólkurhúsinu á Brúnastöðum í Flóahreppi. Frá kl. 12:00-16:00 mun Fanndís sýna nútíma aðferð við að handgera eld unnar glerperlur. Allt að 40% kynningar afsláttur. www.facebook.com/pages/Fanndís/145769287327

 

Kl. 11:00 – 17:00 Þingborg – Sveitamarkaður. Fjölbreytt úrval af kynningar- og sölubásum á sveitamarkaðinum.

 

Kl. 11:00 – 18:00 Tré og list. Myndlistasýning Sigrúnar Sigurðardóttur og verk eftir listakonuna Siggu á Grund. Aðgangur 700 kr. meðan á Fjör í Flóa stendur og frítt fyrir börn. Kl:11:00 – 12:00 mun barnakór Flóaskóla, ,,Snilldartónar“ syngja í safninu. Stjórnandi er Kolbrún Berglind Grétarsdóttir og undirleikari er Ágúst Valgarð Ólafsson.  Frítt er á tónleikana.

 

Kl. 11.00-16.00 Ullarvinnslan Þingborg. (Gamla Þingborg) Opið hús. Kl. 14:00 verða úrslit um Höfuðfat 2014 tilkynnt.

 

Kl. 12:00 Þingborg. Björgunarsveit Árborgar með Kassaklifur,  kl. 14:00 Villi og Sveppi, skemmta ungum sem öldnum. kl. 15:00 Bændaglíma Suðurlands verður glímd við Þingborg. Frískur hópur glímukvenna og meyja úr HSK munu skipta liði og glíma þar til önnur sveitin er fallin. 

 

Kl. 12:00-15:00 Opið hús í Gistiheimilinu Lambastöðum. Kaffi og meðlæti.

 

Kl. 13:00 – 16:00  Brandshús. Opið hús, hænur í öllum regnbogans litum, ungar á vappi um svæðið. Bréfdúfur fljúga um og leika listir. Ný egg til sölu, hænsna fjaðrir til sölu í flugunýtingar og skraut. Hægt er að kaupa skít (hænsna og dúfnaskítur er mjög góður áburður). Góð ráð gefin í fuglarækt.

 

Kl. 13:00 – 18:00 Sveitabúðin Sóley Tungu.  Heitt á könnunni og svaladrykkur.

 

Kl. 21:00 Kvöldvaka og kosningarvaka í Þingborg.

Svavar Knútur og Helga Braga munu halda uppi góðri stemningu. Kosningavaka vegna sveitarstjórnarkosninga verður á sama tíma og óhætt að lofa spennuþrungnu andrúmslofti í bland við notalegan tónlistarflutning og ærlegt grín. Hægt er að kaupa sér léttar veitingar m.a. Humarsúpu frá Tryggvaskála.

 

Sunnudagur 1. júní

Kl. 10:00 – 18:00 Gler og keramik verkstæði Fanndísar í gamla mjólkurhúsinu á Brúnastöðum í Flóahreppi. Allt að 40% kynningar afsláttur, allir velkomnir. www.facebook.com/pages/Fanndís/145769287327

 

Kl. 11:00 – 18:00 Þingborg. Ýmis dýr, stór og smá, til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Vélar til sýnis á planinu. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður með tombólu (hlutaveltu), blóma- og grænmetissölu. Einnig verða þær með kaffisölu. Bræðurnir á Falli verða með Hornabúið sitt.

 

Kl. 11:00 – 18:00. Þingborg eftirtaldir aðilar verða með sölubása; Auður Atladóttir Arnleif Margrét Kristinsdóttir, Ásdís Finnsdóttir, Eygló Valgeirsdóttir og Ingveldur Birgisdóttir, Guðrún Birna Garðarsdóttir, Heillaspor, Jöklamús, Pálína Ágústa Jónsdóttir, Prjónakistan, Vilborg Magnúsdóttir, Þórdís Öfjörð og Guðmunda Guðmundsdóttir (sjá nánar www.floahreppur.is).

 

Kl. 11:00 – 18:00 Þingborg.  Ljósmyndasýning Péturs Reynissonar.

 

Kl. 11 – 18:00 Þingborg. Listamaðurinn Lúðvík Karlsson, LISTON, sýnir verk sýn við Þingborg og við Villingaholtshreppsveg í Langsstaðalandi þar sem hann verður búinn að koma upp vísir að skúlptúrgarði. Þar verður hann við vinnu sína ef veður leyfir sunnudag kl 14-16. Sjón er sögu ríkari.  

 

Kl. 13:00 – 18:00 Tré og list. Myndlistasýning Sigrúnar Sigurðardóttur og verk eftir listakonuna Siggu á Grund. Aðgangur 700 kr. meðan á Fjör í Flóa stendur og frítt fyrir börn.

 

Kl. 11.00-16.00 Ullarvinnslan Þingborg. (Gamla Þingborg) Opið hús.

 

Kl. 13:00 – 16:00 Brandshús. Opið hús, hænur í öllum regnbogans litum, ungar á vappi um svæðið. Bréfdúfur fljúga um og leika listir. Ný egg til sölu, hænsna fjaðrir til sölu í flugunýtingar og skraut. Hægt er að kaupa skít (hænsna og dúfnaskítur er mjög góður áburður. Góð ráð gefin í fuglarækt.

 

Kl. 13:00 – 18:00 Sveitabúðin Sóley Tungu. Heitt á könnunni og svaladrykkur.

 

Kl. 11:30 Félagslundur, barnaleikrit. Möguleikhúsið verður með sýninguna Prumpuhóllinn eftir Þorvald Þorsteinson. Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 2ja til 10 ára er í um 45 mínútur. Engin ætti að láta þetta fram hjá sér fara því við getum öll fundið barnið í okkur.   

 

Kl. 12:30 Gaulverjabæjarkirkja. Barna- og fjölskylduguðþjónusta hjá sr. Sveini Valgeirssyni. Að lokinni messu verður grillaðar pylsur í Félagslundi í boði umf. Samhygðar.

 

Kl. 14:00 Félagslundur. Umf Samhygð mun veita heiðursnafnbót. Umf. Samhygð heiðrar dygga félaga með því að úthluta þeim heiðursfélaganafnbót fyrir störf sín í þágu félagsins. 

 

Sölubásar í Þingborg:

Auður Atladóttir – Málaðir steinar.

Arnleif Margrét Kristinsdóttir – Trévörur, tölur úr hornum og beinum. Hún mun einnig sitja og spinna ull.

Ásdís Finnsdóttir, Textílvörur.

Eygó Valgeirsdóttir og Ingveldur Birgisdóttir – prjónavörur, fatnaður nýr og notaður, glervörur, rabbabaraskálar og fleira steypt dót, íslensk tréleikföng, traktor með vagni, vörubíll, dúkkuvagn. Þæfðar ljósaseríur og allskonardótarí.

Guðrún Birna Garðarsdóttir – Prjónavörur.

Heillaspor – Vörur úr endurnýttum textíl. Íslands buddur og töskur og margnota inkaupapokar.

Jöklamús – Er með það að markmiði að vinna vörur úr efniviði úr Vatnajökulsþjóðgarði. Aðal varan er jurtagræðirinn Jöklamús „Sigga krem“. Einnig er handverk unnið úr ull, birki, steinum og hreindýrshornum.

Pálína Ágústa Jónsdóttir – Margvísleg handavinnu, útsaum og minjagripi.

Prjónakistan – Prónavörur og uppskriftir.

Vilborg  Magnúsdóttir – Gler, prjón og tækifæristdót.

Þórdís Öfjörð og Guðmunda Guðmundsdóttir – Borðtúkar, prjónavörur, hekluð arbönd, kerti, skartgripir, sultur, trévörur og sitthvað fleira.

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð