Starf skólastjóra Flóaskóla hefur verið auglýst frá 1. ágúst n.k. en Guðmundur Freyr Sveinsson hefur sagt upp störfum af persónulegum ástæðum. Guðmundi eru færðar þakkir fyrir vönduð og vel unnin störf sem skólastjóri Flóaskóla og er honum og fjölskyldu hans óskað velfarnaðar í framtíðinni.