Fundargerð 19. vinnufundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 31. mars 2014
Fundartími: 20:00- 21:30
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Árni Eiríksson, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Svanhvít Hermannsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrá:
Umsóknarfrestur vegna auglýsingar um stöðu leikskólastjóra við Krakkaborg rann út 11. mars s.l.
Sveitarstjórn leggur til að Jónu Björgu Jónsdóttur verði boðin staða leikskólastjóra Krakkaborgar.
Guðmundur Freyr Sveinsson hefur sagt starfi sínu sem skólastjóri Flóaskóla lausu frá og með 1. ágúst n.k af persónulegum ástæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa stöðu skólastjóra Flóaskóla lausa til umsóknar.
Sveitarstjórn fjallar um samninga vegna skólaaksturs.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:30
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)