Fundargerð 137. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 5. febrúar 2014
Fundartími: 20:00 – 22:30
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Alma Anna Oddsdóttir, Svanhvít Hermannsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt að taka fyrir önnur mál.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram 67. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 30. janúar 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir varða Flóahrepp:
Mál nr. 7: Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 30. janúar 2014.
Mál nr. 10: Dalbær, bygging iðnaðarhúss eða gripahúss
Að mati skipulagsnefndar er um óverulegt frávik að ræða frá gildandi deiliskipulagi sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir hún ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi samþykki byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Landskipti, Ölvisholt 5
Tekið fyrir erindi frá Lögmönnum Suðurlandi dags. 17. janúar 2014 þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna landskipta úr jörðinni Ölvisholti 5, landnr. 207872.
Um er að ræða 34,6 ha. spildu úr jörðinni samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti dags. 22. apríl 2013.
Fyrir fundi liggur einnig landskiptagjörð dags. 17. janúar 2014.
Sveitarstjórn gerir ráð fyrir að um prentvillu sé að ræða þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að landskiptum sbr. 30 gr. skipulags-og byggingarlaga og gerir ekki athugasemdir við landskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga enda sé aðgengi að spildunni tryggt.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram fundargerð fundar sem haldinn var í Þingborg 3. febrúar s.l. um hugmyndir um sameiginlega stjórnun og samrekstur leik- og grunnskóla. Einnig lagt fram til kynningar minnisblað Gerðar G. Óskarsdóttur dags. 5. febrúar 2014 um málefnið.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir leikskólastjóra Krakkaborgar til loka næsta skólaárs eða til 31. júlí 2015.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Á vinnufundi sveitarstjórnar dags. 22. janúar s.l. var samþykkt að ráðinn verði sameiginlegur matráður fyrir Krakkaborg og Flóaskóla í 100% starf skólaárið 2014-2015.
Sveitarstjórn samþykkir nú að ráðinn verði sameiginlegur matráður fyrir Krakkaborg og Flóaskóla í 100% starfshlutfall ótímabundið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við leikskóla Krakkaborgar í Þingborg.
Fyrir fundi liggur fundargerð vinnuhóps um leikskólamál frá 3. febrúar s.l. Hönnun burðarþols, lagna, loftræstingar og rafmagns er langt komin og reiknað er með að þeirri vinnu verði lokið samkvæmt áætlun. Sveitarstjórn tekur undir tillögu vinnuhóps um að fela M2 teiknistofu að undirbúa gerð útboðsgagna.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita samninga um hálkuvarnir í sveitarfélaginu í samráði við Vegagerðina.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fyrir fundi liggur áskorun dags. janúar 2014 frá 65 íbúum og nágrönnum við Oddgeirshólaveg til sveitarstjórnar um að hún óski eftir því við Vegagerðina að hafist verði handa við lagningu reiðvegar meðfram bundnu slitlagi á Oddgeirshólaveg nr. 304.
Sveitarstjórn tekur undir nauðsyn þess að lagður verði reiðvegur meðfram Oddgeirshólavegi og vísar erindinu til reiðveganefndar og Vegagerðar í von um að brugðist verði við sem fyrst.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 6. janúar 2014 um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun leyfis til reksturs gististaðar og veitingaleyfi í Félagslundi sbr. lög nr. 85/2007.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn.
Aðalsteinn Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Tekin fyrir beiðni frá NKG (Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda) dags. 20. janúar 2014 þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnis um nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins.
Vísað til umsagnar fræðslunefndar og afgreiðslu frestað.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Lagðar fram fundargerðir sveitarstjórnar dags. 8. janúar og 22. janúar 2014.
b) Fræðslunefndar
Fundargerð fræðslunefndar dags. 16. janúar 2014 lögð fram.
Í fundargerð þarf sveitarstjórn að taka afstöðu til eftirfarandi liða:
Lagt til að staða leikskólastjóra verði auglýst sem fyrst. Sjá bókun hér ofar nr. 2.
Komið verði á hálkuvörnum á akstursleiðum skólabíla. Sjá bókun hér ofar nr. 5.
Erindi frá skólastjóra varðandi framtíðarstaðsetningu leikskóla, uppbyggingu íþróttahúss, sameiningu á stjórnun leik- og grunnskóla og tölvukaupaliðar Flóaskóla í fjárhagsáætlun vísað til sveitarstjórnar. Fyrir fundi liggur tillaga að svörum við fyrirspurnum skólastjóra. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjórn tekur undir þakkir fræðslunefndar til foreldrafélags Krakkaborgar fyrir styrk til leikskólans.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Vinnuhóps um leikskólamál
Lagðar fram fundargerðir vinnuhóps um leikskólamál dags. 13. janúar og 3. febrúar 2014.
d) NOS
Fundargerð NOS dags. 21. janúar 2014 lögð fram.
e) Samtök orkusveitarfélaga
Fundargerð samtaka orkusveitarfélaga dags. 9. desember 2013 lögð fram.
a) 16. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu dags. 6. desember 2013
a) Starfshlutfall bókara á skrifstofu Flóahrepps
Sveitarstjórn samþykkir að auka starfshlutfall bókara á skrifstofu Flóahrepps um 10%.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Greiningar, talmeinafræði
Samþykkt að skoða möguleika á þjónustu um greiningu vegna talörðugleika barna í leik- og grunnskóla Flóahrepps.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:30
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Alma Anna Oddsdóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)