Hreinsun á leikskólanum Krakkaborg í Þingborg gengur samkvæmt áætlun og gert er ráð fyrir að henni verði lokið fyrir miðjan janúarmánuð. Hreinsun hefur verið unnin af þeim Árna Reynissyni og Ólafi Lárussyni í góðu samstarfi við Hús og heilsu. Búið er að rífa allt gólfefni af húsnæðinu og slípa niður í stein, taka hurðir, sólbekki og hreinsa húsið af myglusvepp. Tilboð liggja fyrir í hönnun á burðarþoli og pípulögnum, loftræstingu og raflögnum vegna viðbyggingar og breytinga á núverandi húsnæði leikskólans og er reiknað með að hönnun verði lokið innan 6 vikna.