Í Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing skipulagsverkefnis fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla við Biskupstungnabraut. Svæði fyrir verslun og þjónustu í stað frístundabyggðar.
Um er að ræða um 20 ha spildu úr landi Klausturhóla við Biskipstungnabraut þar sem í dag er í gildi deiliskipulag fyrir 28 frístundahúsalóðir. Gert er ráð fyrir að breyta landnotkun svæðisins í verslunar- og þjónustusvæði þar sem fyrirhugað er að reisa um 50 orlofshús auk þjónustuhúss.
2. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á spildu úr landi Kjóastaða. Verslun og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis.
Um er að ræða um 12 ha svæði úr landi Kjóastaða I, vestan aðkomuvegar að bæjartorfu Kjóastaða sem fyrirhugað er að nýta undir ferðaþjónustu. Landnotkun svæðisins breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu.
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsverkefnis fyrir eftirfarandi deiliskipulagstillögu:
3. Deiliskipulag bæjartorfu Miðdalskots og næsta nágrennis, Bláskógabyggð.
Skipulagssvæðið er um 13 ha stærð og nær yfir núverandi bæjartorfu Miðdalskots auk svæðis til norðvesturs af henni. Gert er ráð fyrir að byggt verði nýtt íbúðarhús, nýtt útihús auk þess sem heimilt verður að stækka þau hús sem þegar eru til staðar. Þá er einnig gert ráð fyrir byggingu útleiguhúsa í tengslum við ferðaþjónustu bænda.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:
4. Deiliskipulag fimm frístundahúsalóða við Efra Berg úr landi Bergsstaða lnr. 167202 í Bláskógabyggð. Endurauglýsing
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir fjórum 0,7 ha frístundahúsalóðum auk þess sem 0,7 ha lóð er afmörkuð utan um eldra frístundahús. Heimilt verður að reisa eitt frístundahús ásamt allt að 25 fm aukahúsi. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar er 0,03.. Tillagan var áður auglýst til kynningar í september 2007 en tók þó ekki formlega gildi.
5. Deilskipulag fjögurra frístundahúsalóða úr landi Bergsstaða lnr. 189401 í Bláskógabyggð.
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi fjögurra frístundalóða í landi Bergstaða lnr. 189401 þar sem heimilt er að reisa eitt frístundahús ásamt allt að 25 fm aukahúsi. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar er 0,03.
6. Deiliskipulag íbúðarhúsalóðar úr landi Miðfells lóð 2 lnr. 200316 í Hrunamannahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir um 1.230 fm íbúðarhúsalóð úr landi Miðfells lóð 2 lnr. 200316. Gert er ráð fyrir að byggt verði allt að 300 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Á umræddri spildu stendur í dag skemma sem verður rifin.
7. Deiliskipulag 2 ha spildu úr landi Sviðugarða í Flóahreppi fyrir íbúðarhús og aukahús.
Tillaga að deiliskipulagi 2 ha spildur úr landi Sviðugarða þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús og gestahús/geymslu. Skipulagssvæðið liggur upp að landi Seljatungu lnr. 165496 með aðkomu frá Vorsabæjarvegi nr. 312
8. Deiliskipulag fyri bæjartorfu Litlu-Reykja í Flóahreppi. Íbúðarhús og útihús.
Í deiliskipulaginu felst að gert er ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum sem mega vera allt að 300 fm, tveimur skemmum allt að 300 fm, einni 500 fm skemmu, 800 fm fjósi, 200 fm hlöðu/aðstöðuhúsi og 400 fm gripahúsi. Í dag eru tvö íbúðarhús á jörðini auk útihúsi og er einnig gert ráð fyrir að annað íbúðarhúsið verði rifið og nýtt allt að 300 fm íbúðarhús byggt á sama stað.
9. Deiliskipulag fyrir Þingborg í Flóahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi um 2,6 ha svæðis við Þingborg í Flóahreppi. Tillagan nær yfir lóðir fyrir núverandi félagsheimili, tjaldsvæði, leikskóla og eina íbúðarhúsalóð. Afmarkaður er byggingareitur á lóðum leikskóla og íbúðarhúss og gert ráð fyrir allt að 200 fm viðbyggingu við leikskóla (er 340 fm í dag) og að heimilt verði að stækka íbúðarhús úr 113 fm í 170 fm.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórna og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm.
Skipulagstillögur nr. 1 – 3 eru í kynningu frá 9. til 21. janúar 2014 en tillögur nr. 4 – 9 frá 9. janúar til 21. febrúar. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 – 3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 21. janúar 2013 en 21. febrúar fyrir tillögur nr. 4 – 9. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi
petur@sudurland.is