Ungmennafélagið Vaka stendur fyrir skötuveislu í Þjórsárveri á Þorláksmessu og hefst borðhald kl. 12.00. Boðið verður upp á skötu ásamt meðlæti og einnig verður saltfiskur á boðstólum fyrir þá sem það kjósa. Kaffi og konfekt eftir matinn. Verð er 2.200 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir yngri börn.