Sveitarstjórn hefur samþykkt að halda áfram vinnu við uppbyggingu á leikskólanum Krakkaborg í Þingborg. Gert er ráð fyrir endurnýjun á tengibyggingu, 73,5 m2 og viðbyggingu húsnæðis, 172,3 m2. fyrir tvær deildir. Einnig er gert ráð fyrir miklum endurbótum og viðhaldi á eldra húsnæði.
Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir tilboðum í hönnun burðarvirkis, pípulagna, rafmagns og loftræstingar og að fela vinnuhóp um leikskólamál að halda áfram vinnu við undirbúning uppbyggingar leikskóla í Þingborg.