Fundargerð 135. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 4. desember 2013
Fundartími: 20:00 – 23:00
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Árni Eiríksson, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Svanhvít Hermannsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál.
Sveitarstjórn vill í upphafi fundar þakka konum í kvenfélagi Villingaholtshrepps fyrir veitingar sem þær gáfu 14. nóvember s.l. í tilefni af boði sem haldið var á degi íslenskrar tungu í Þjórsárveri.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram 65. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 21. nóvember 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir varða Flóahrepp:
Mál nr. 4: Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 20. nóvember 2013.
Mál nr. 21: Dsk Þingborg
Lögð fram tillaga Steinholts sf að deiliskipulagi um 2,6 ha svæðis við Þingborg. Tillagan nær yfir lóðir fyrir núverandi félagsheimili, tjaldsvæði, leikskóla og eina íbúðarhúsalóð.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á málsmeðferð skv. 3. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur eru til staðar í aðalskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Mál nr. 22: Dsk Egilsstaðir I.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Egilsstaði 1. Í tillögunni er gert ráð fyrir uppbyggingu tveggja frístundabyggðasvæða auk þess sem gert er ráð fyrir 8 litlum bústöðum á bæjarstæði ætluðum til útleigu, byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús, þjónustuhús og reiðhöll/reiðskemmu. Að mati skipulagsnefndar samræmist deiliskipulagið gildandi aðalskipulagi og liggja allar meginforsendur fyrir og samþykkt var að fela skipulagsfulltrúa að leita eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar mannvirkja frá Urriðafossvegi ásamt því að leita eftir umsögn Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar undanþága liggur fyrir um fjarlægð mannvirkja frá Urriðafossvegi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Aðalsteinn fjallaði um þá umræðu sem átt hefur sér stað vegna framtíðarstaðsetningar leikskólans Krakkaborgar á undanförnum vikum. Hann sagði frá kostnaðaráætlun sem unnin hefur verið vegna viðbyggingar við leikskólann Krakkaborg.
Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram vinnu við uppbyggingu á leikskólanum Krakkaborg í Þingborg. Gert er ráð fyrir endurnýjun á tengibyggingu, 73,5 m2 og viðbyggingu húsnæðis, 172,3 m2.
Einnig er gert ráð fyrir endurbótum og viðhaldi á eldra húsnæði sbr. yfirliti yfir helstu verkþætti dags. 21. október 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir tilboðum í hönnun burðarvirkis, pípulagna, rafmagns og loftræstingar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela vinnuhóp um leikskólamál að vinna áfram að málinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Aðalsteinn Sveinsson leggur fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðismál leikskólans hafa verið til umræðu undanfarin ár. Ég hef lagt á það áherslu í þeirri umræðu að sveitarfélagið standi áfram við metnaðarfull markmið um faglegt starf, bæði grunnskóla og leikskóla. Einnig að stækkun á húsnæði leikskólans miði að því að geta boðið öllun börnum á leikskólaaldri í sveitarfélaginu leikskólapláss. Til að geta það er ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að ná fram þeirri hagræðingu í rekstrinum sem ekki gengur gegn þessum markmiðum. Öll vinna sem unnin hefur verið og öll gögn sem lögð hafa verið fram vegna þessa mál hafa tekið mið af því. Leitað hefur verið til utanaðkomandi fagaðila um mat á hvaða leiðir eru bestar til þess að ná fram hagræðingu í rekstri ásamt eflingu á faglegu starfi. Einnig hefur markvisst verið unnið að því að leita álits og umsagna skólastjórnenda, fulltrúa starfsfólks og foreldra.
Það hefur valdið mér vonbrigðum hvað lítið hefur verið stuðst við þessa vinnu þegar á hólminn er komið. Upp hafa komið efasemdir um að starfið í skólunum hafi verið haft að leiðarljósi í þessari vinnu. Önnur sjónarmið en skólastarfið sjálft og rekstur þess hafa einnig verið fyrirferðamikil í umræðunni og mér finnst ég verða var við hræðsluáróður um að þrengja eigi að starfsemi skólanna þeim til skaða. Ekkert í þessari vinnu tel ég gefa tilefni til þess. Svo virðist vera og það er mitt mat að ekki sé nægilegur stuðingur hvorki í samfélaginu eða í sveitarstjórn til þess að fara í uppbyggingu á leikskólanum við Flóaskóla.
Með umhyggju fyrir öflugu og góðu starfi í leikskólanum og til að tryggja að það glatist ekki heldur hafi möguleika á að eflast, samþykki ég að unnið verði áfram að stækkun og viðgerð á húsnæði leikskólans í Þingborg. Það verði gert samkvæmt þeirri vinnu sem búið er að vinna og þeim hugmyndum um viðbyggingu og breytingum sem vinnuhópur um leikskólahúsnæðið hefur lagt til.
Árni Eiríksson leggur fram svohljóðandi bókun:
Ég vil þakka sveitarstjórn fyrir að verða við ósk minni um að hægja á framkvæmdum við uppbyggingu leikskólans í Þingborg sem er vissulega stór framkvæmd fyrir ekki stærra sveitarfélag. Þetta fór ég fram á þar sem ég taldi okkur ekki annað fært, en að endurskoða (sem þýðir að skoða aftur) málið frá öllum hliðum í ljósi þess hvernig útlit er með rekstrarafkomu sveitarfélagsins á yfirstandandi reikningsári. Einnig vegna þess hve vandasamt reynist að setja upp ásættanlega áætlun til næstu ára. Ég tel að við höfum haft gott af því að kryfja þessi mál og þar með sýnt ábyrga stjórnsýslu. Starfsfólk sveitarfélagsins og margir íbúar hafa einnig sett sig inn í málin og margir þeirra viðrað skoðanir sínar, sem er gott. Þessi mikla umræða hefur náð að draga fram þá staðreynd að eitt er að byggja og annað að reka eignina til lengri tíma. Að öllu þessu skoðuðu og teknu tilliti til allra þessara þátta, athugasemda og hugmynda var niðurstaðan sú að halda áfram með þær framkvæmdir sem stefnt hefur verið að síðan í vor. Þetta kemur til með að ganga upp en verður áskorun sem og allur annar rekstur sveitarfélagsins. Þegar upp er staðið snýst málið um veita börnum á leikskólaaldri og foreldrum þeirra ásættanlega þjónustu sem ég vona að hafi tekist og muni takast í framtíðinni. Ég vil þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins og öðrum sem unnu mikla vinnu og sýndu mikinn vilja til að leysa vanda sem við stóðuðum frammi fyrir þegar leikskólinn varð að yfirgefa húsnæði sitt í haust. Að lokum vil ég fyrir mína hönd biðja það starfsfólk sveitarfélagsins, sem hefur mátt sæta óvæginni gagnrýni og setið undir dylgjum ýmissa aðila, afsökunar á að hafa brugðist því og ekki áttað mig á alvarleika mála og stutt það þegar þörf var á.
Sveitarstjórn samþykkir að skoða hagkvæmni þess að hafa sameiginlegan stjórnanda fyrir leik- og grunnskóla Flóahrepps. Sveitarstjórn samþykkir einnig að ráða starfsmann í leikskólann Krakkaborg tímabundið til 30. júní 2014.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekin til seinni umræðu, fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2014 og fyrir árin 2015, 2016 og 2017 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall fyrir árið 2014 hækki úr 14,48% í 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.
Fyrir fundi liggur tillaga að fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir því að fasteignaskattsprósenta árið 2014 verði óbreytt frá fyrra ári, svo og lóðarleiga, vatnsgjald, sorphirðugjald, sorpeyðingargjald og seyrulosunargjald.
Gert er ráð fyrir 1% hagræðingu í rekstrargjöldum árin 2015 og 2016.
Áætlun fyrir A og B hluta árið 2014 gerir ráð fyrir eftirfarandi í þús. kr.:
Heildartekjur: 480.742
Rekstrargjöld: 476.219
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (1.650)
Rekstrarniðurstaða fyrir A og B hluta: 2.873
Veltufé frá rekstri 17.028
Fjárfesting ársins 80.000
Afborganir langtímalána 6.070
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagður fram samstarfssamningur um skóla- og velferðarþjónustu ódags. desember 2013. Í samstarfssamningi er gert ráð fyrir sameiginlegri sérfræðiþjónustu fyrir skóla- og velferðarþjónstu sjö sveitarfélaga. Markmið samstarfsins er að efla samstarf á milli sveitarfélaganna á sviði skóla- og velferðarþjónustu, minnka faglega einangrun starfsmanna og skapa teymi starfsmanna sem vinnur að því að bæta þjónustu við íbúa, nemendur, starfsfólk skóla og félagsþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samsstarfssamning fyrir sitt leyti og felur Aðalsteini Sveinssyni að skrifa undir samning fyrir hönd Flóahrepps.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagðar fram tillögur að breytingum á 41. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Flóahrepps.
Vísað til seinni umræðu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram til seinni umræðu, drög að siðareglum kjörinna fulltrúa og stjórnenda í Flóahreppi.
Reglurnar eru settar samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að siðareglum með 5 atkvæðum.
Lagt fram að nýju erindi frá Brunavörnum Árnessýslu dags. 22. október 2013.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir hér með að veita Brunavörnum Árnessýslu, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar 2013 í Brunavörnum Árnessýslu vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna höfuðstöðvar félagsins, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn af eigendum Brunavarna Árnessýslu til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Flóahreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Flóahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Margréti Sigurðardóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, kt. 120660-4469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Flóahrepps veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að breytingu á gjaldskrá félagsheimilanna í Flóahreppi.
Í fundargerð rekstrarstjórnar félagsheimila Flóahrepps var lögð fram tillaga að hækkun ákveðinna liða í gjaldskrá. Einnig var gerð tillaga um 5% hækkun á alla gjaldskrárliði.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Rætt um framkvæmdir vegna Samúelslindar í Þingdal en brunnbotn hækkar stöðugt og getur valdið gruggi í neysluvatni.
Fyrir fundi liggur tillaga að framkvæmdum vegna borunar á nýrri holu við hlið núverandi lindar.
Sveitarstjórn samþykkir að fara í ofangreinda framkvæmd á þessu ári enda er svigrúm til þess samkvæmt fjárhagsáætlun ársins.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram beiðni frá Rangárhöllinni ehf og Rangarbökkum ehf dags. 6. nóvember 2013 um styrk vegna Rangárhallarinnar.
Sveitarstjórn sér ekki færi á að styrkja verkefnið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram beiðni dags. 4. nóvember 2013 um styrk vegna Snorraverkefnisins sumarið 2014.
Sveitarstjórn sér ekki færi á að styrkja verkefnið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram beiðni frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 20. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við sambandið umfram fjárframlag Héraðsnefndar Árnesinga.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða 30 kr pr/íbúa í viðbótarframlag.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Lögð fram fundargerð sveitarstjórnar dags. 6. nóvember 2013 og fundargerð vinnufundar dags. 20. nóvember 2013.
b) Fræðslunefndar
Lögð fram fundargerð fræðslunefndar dags. 21. nóvember 2013 ásamt yfirlýsingu dags. 20. nóvember 2013 frá hluta starfsmanna Flóaskóla varðandi staðsetningu leikskólans Krakkaborgar.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
c) Vinnuhóps um leikskólamál
Lögð fram fundargerð vinnuhóps um leikskólamál dags. 25. nóvember 2013.
d) Atvinnu- og umhverfisnefndar
Lögð fram fundargerð atvinnu- og umhverfisnefndar dags. 27. nóvember 2013.
e) Velferðarnefndar
Lögð fram fundargerð velferðarnefndar dags. 6. nóvember 2013 ásamt tillögu nefndarinnar að gjaldskrá fyrir árið 2014.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um gjaldskrá fyrir fjárhagsaðstoð og greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldur vegna barnaverndarmála.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
f) Aðalfundar samtaka á köldum svæðum
Lögð fram fundargerð aðalfundar samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dags. 4. október 2013.
a) Aðalfundargerð Sorpstöðvar Suðurlands dags. 24. október 2014
b) 158. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 26. nóvember 2013
c) 152. og 153. fundir Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 23. október og 22. nóvember 2013
d) Erindi frá Mannvirkjastofnun dags. 30. október 2013
e) Erindi frá UMFÍ dags. 15. nóvember 2013
a) Landsskipti, Austurkot
Lagt fram lóðablað fyrir 11,15 ha landspildu úr landi Austurkots í Flóahreppi. Á lóðablaði er kvöð um aðkomu að lóðinni um Litlu-Reyki. Sveitarstjórn samþykkir stofnunspildunnar með vísan til 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er gerð athugasemd við landsskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:00
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)