Minnt er á að skilafrestur á umsóknum um hvatastyrki er til 1. desember n.k. Umsóknareyðublöð um styrkina má nálgast á heimasíðu Flóahrepps, /stjornsysla/samthykktir-og-reglur/
Hvatagreiðslur geta orðið 10.000 kr. fyrir hverja önn eða að hámarki 20.000 kr. á ári fyrir hvern einstakling. Upphæð styrks getur ekki orðið hærri en sem nemur æfinga/þátttökugjaldi viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar. Styrkumsækjandi þarf að skila inn þar til gerðu umsóknareyðublaði ásamt greiðslukvittun til skrifstofu Flóahrepps. Styrkur verður greiddur út 15. janúar 2014.