Ferðaþjónustuklasi Flóahrepps vinnur að því að efla heimasíðu Flóahrepps með því að bæta inn á síðuna upplýsingum um sögu svæðisins, áhugaverða staði, ferðaþjónstufyrirtæki, menningu og viðburði sem er í gangi hverju sinni.
Auk þess er áhugi fyrir því að hafa lið á síðunni sem bæri heitið atvinnulíf þar sem verða upplýsingar um alla þá aðila sem eru með rekstur í sveitarfélaginu. Rekstaraðilar í Flóahreppi eru hvattir til að skrá sig með því að senda póst á netfangið idunnyrasgeirsdottir@gmail.com eða í síma 865-1454. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370.
Fyrir hönd ferðaþjónustuklasa Flóahrepps
Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri ferðaþjónustuklasa.