Fimmtudagskvöldið 15. ágúst verður hið geisivinsæla hjólarallý Umf. Vöku haldið í Breiðholtsgryfjunum við Hurðarbaksveg.
Keppnin átti að fara fram í síðustu viku en var þá frestað vegna veðurs. Keppnin er opin öllum krökkum og í ár verður vegna fjölda áskoranna einnig boðið upp á keppni í fullorðinsflokki.
Keppendur þurfa að fara í gegnum þrjár brautir sem allar reyna á hraða, leikni og þor og heyrst hefur að torfærubrautin í ár verði enn svaðalegri en í fyrra. Að sjálfsögðu er hjálmaskylda í keppninni til þess að stuðla að öryggi keppenda. Ungmennafélagið verður með sjoppu á staðnum og þess má geta að allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Hlökkum til að sjá sem flesta, hvort sem þeir ætla að keppa eða sýna hugdjörfum hjólaköppunum stuðning!