Guðmundur Jón Sigurðsson hefur sagt upp starfi sínu sem umsjónarmaður fasteigna. Guðmundur hefur verið starfsmaður Flóahrepps frá árinu 2007 og tók m.a. þátt í framkvæmdum vegna viðbyggingar við Flóaskóla. Guðmundi Jóni eru þökkuð góð og vönduð störf í þágu sveitarfélagsins og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.