Atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna í Flóahreppi.
Íbúar eru hvattir til að taka þátt og þar með veita viðurkenningu þeim aðilum, fyrirtækjum og/eða félagasamtökum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum enda óhætt að segja að íbúar séu meðvitaðir um umhverfi sitt og umhverfismál.
Það er mikilvægt og nauðsynlegt fyrir þá sem hafa gert gangskör eða skarað framúr í snyrtingu og fegrun umhverfis að fá viðurkenningu fyrir það en ekki síður fyrir samfélagið í heild að skapa sér ímynd sem snyrtilegt og umhverfisvænt sveitarfélag.
Frestur til að skila inn tillögum er til 15. júlí n.k.
Tillögur má senda á netföngin arni@floahreppur.is, floahreppur@floahreppur.is eða á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg, 801 Selfoss, merkt umhverfisverðlaun.