Laugardaginn 4. maí verður blásið til samráðsfundar um ferðaþjónustumál í Þingborg kl. 11.00.
Viðfangsefni fundarins eru hugmyndir um áframhaldandi samstarf ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu til að stuðla að stækkun og vexti ferðaþjónustunnar á svæðinu. Meðal þess sem rætt verður er:
• Umsókn um sameiginlegan styrk til SASS til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar
• Markaðssetningu ferðaþjónustu utan háannartíma
• Uppbygging á klasasamstarfi
Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir mun kynna hugmyndir að sameiginlegum verkefnum til að sækja um fyrrnefndan styrk.
Sveitarstjórn Flóahrepps, Markaðsstofa Suðurlands, Hálskólafélag Suðurlands og Matís