Flóahreppur hefur samþykkt reglur um afslátt á fargjöldum námsmanna með strætó. Námsmenn með lögheimili í Flóahreppi sem skráðir eru í nám við framhaldsskóla eða háskóla fá 15% afslátt af fargjöldum með strætó gegn framvísun persónulegra korta frá Strætó.
Reglurnar tóku gildi 8. maí s.l. Umsóknum skal skila á skrifstofu Flóahrepps ásamt vottorði um skólavist og staðfestingu á kaupum á persónulegu korti. Umsóknareyðublöð má nálgast á /stjornsysla/samthykktir-og-reglur/