Héraðsmót í starfsíþróttum verður haldið í Flóaskóla sunnudaginn 2. júní.
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
Pönnukökubakstri kl. 13:00.
Stafsetningu kl. 14:00
Lagt á borð kl. 14:00
Við hvetjum alla til að taka þátt í spennandi keppni og eiga þannig möguleika á að vera í keppnisliði HSK á Landsmóti UMFÍ á Sefossi í júlí nk. Skráning fer fram hjá Fanneyju Ólafsdóttur á netfanginu fanneyo@emax.is eða í síma 486-3345. Hún veitir jafnframt nánari upplýsingar um mótahaldið og keppnisreglur. Þeir sem ekki hafa áhuga á að keppa eru hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni.