Fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa verður haldin helgina 31. maí – 2. júní. Að venju er dagskráin full af spennandi viðburðum og mikið um að vera.
Föstudagur 31. maí
Kl. 8:00-11:00 Leikskólinn Krakkaborg. Opið hús, boðið verður upp á kaffi, mjólk, nýbakað brauð og álegg. Kveikt verður bál á eldstæðinu okkar ef veður leyfir um klukkan 10 og haldin þar söng- og samverustund. Listaverkasýning á verkum barnanna. Allir eru hjartanlega velkomnir í heimsókn til okkar í Krakkaborg að skoða starf leikskólans og eiga með okkur skemmtilegan dag.
Kl. 9:00-12:00 Skrifstofa Flóahrepps. Opið hús, allir velkomnir, ljósmyndir af ýmsum atburðum í Flóahreppi til sýnis.
Kl.11:00-17:00 Ullavinnslan Þingborg. (Gamla Þingborg) Opið hús
Kl. 13:00-18:00 Tré og list er lifandi listasmiðja sem kynnir tréskurð og sérstakt handverk. Alexander Ó.B. Kristjánsson á Grund 12 ára með myndlistarsýningu. Myndirnar spanna allt frá fjögra ára aldri. Björg Sörensen Selfossi með sýningu á verkum sínum (postul.ið amlonan Sigga a tínsmálun). Nýtt listaverk: Brokkarinn, Sigga á Grund. Nýtt listaverk: Móðir jörð, Ólafur Sigurjónsson. Aðgangseyrir 500, frítt fyrir börn.
Kl. 13:00-18:00 Sveitabúðin Sóley Tungu. Heitt á könnunni og svaladrykkur
Kl. 15:00-18:00 Þingborg. Málverkasýningin ,,önnur hugmynd“ eftir Sesselju Ásgeirsdóttur, þetta er sýning á olíu- og vatnslitamyndum. Þetta er önnur einkasýning Sesselju en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Kl. 15-18:00 Þingborg. Lúðvík Karlsson (Liston) sýntir höggmyndir í stein af ýmsum toga, bæði úti og inni.
Kl. 16:00 Þingborg. Úthlutun menningarstyrkja, einnig verður kunngjört val á íþróttamanni Flóahrepps. Kaffi í boði Flóahrepps, allir velkomnir.
Kl. 20:30 ,,Höskuldarganga“ gönguferð að bæjarstæðinu í Saurbæ. Gangan hefst á hlaðinu í Vorsabæjarhjáleigu. Gangan um 1,5 km hvor leið. Merkur maður Höskuldur Eyjólfsson bjó þar frá 1925 til 1938. Hann var einn frægasti bruggari landsins á þessum tíma og mun Jón M. Ívarsson segja ýmsar sögur af honum og bruggmálum hans. Allir velkomnir.
Laugardagur 1. júní
Kl. 9:00-12:00 Þingborg, morgunmatur í boði Fjörs í Flóa og fyrirtækja á Suðurlandi. Allir velkomnir í notalega samverustund og kjarngóðan morgunmat. Kvenfélag Villingaholtshrepps sér um morgunmatinn. Andilstsmáling verður fyrir börnin og þrautabraut í umsjá unmennafélaganna. Heyrst hefur að Frískir Flóamenn ætla að koma hlaupandi frá Selfossi í morgunmatinn.
Kl. 9:00-18:00 Þingborg. Ýmis dýr, stór og smá, til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Gamlir jeppar verða til sýnis á planinu. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður með tambólu (hlutaveltu), blóma- og grænmetissölu. Þá verður sögusýning í tilefni af 80 ára afmæli kvenfélagsins. Þá mun kvenfélagið vera með kaffisölu.
Kl.11:00-17:00 Ullavinnslan Þingborg. (Gamla Þingborg) Opið hús.
Kl.11:00-17:00 Vallarhjáleiga. Einstök upplifun að sjá smáhlutasafn í sumarbústað.
Kl. 12:00-16:00 Gistiheimilið Lambastaðir. Opið hús, sýning um Flóaáveituna. Námsverkefni Svanhvítar Hermannsdóttur í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
Kl. 12:00-15:00 Brandshús. Opið hús í hænsna og dúfnakofunum og hvítar bréfdúfur fljúga um, ungar á stjái.
Kl. 13:00-16:00 Ferðamannafjárhús Egilsstaðakoti. Opið hús, gestum gefst tækifæri á að skoða aðstoðuna og kynna sér starfsemina.
Kl. 13:00-18:00 Tré og list er lifandi listasmiðja sem kynnir tréskurð og sérstakt handverk. Alexander Ó.B. Kristjánsson á Grund 12 ára er með myndlistarsýningu. Myndirnar spanna allt frá fjögra ára aldri. Björg Sörensen Selfossi með sýningu á verkum sínum (postul.ið amlonan Sigga a tínsmálun). Nýtt listaverk: Brokkarinn, Sigga á Grund. Nýtt listaverk: Móðir jörð, Ólafur Sigurjónsson. Aðgangseyrir 500, frítt fyrir börn.
Opið hús á verkstæði Ólafs Sigurjónssonar. Þar mun hann kynna trérenniverk og aðferðir við samlímingu. Listakonan Sigga á Grund kynnir tréskurð .
Kl. 9:00-18:00 Þingborg Málverkasýningin ,,önnur hugmynd“ eftir Sesselju Ásgeirsdóttur, þetta er sýning á olíu- og vatnslitamyndum. Þetta er önnur einkasýning Sesselju en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Kl. 9-18:00 Þingborg, Lúðvík Karlsson (Liston) sýstir höggmyndir í stein af ýmsum toga, bæði úti og inni.
Kl. 13:00-18:00 Sveitabúðin Sóley Tungu. Heitt á könnunni og svaladrykkur.
Kl. 13:00-17:00 Félagslundur sýning á málverkum eftir Eyjólf Eyfells, einnig verður leiktjald til sýnis sem hann málaði og var notað í Félagslundi. Þá verður kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps með kökubasar enn einnig verða þær með kaffihúsastemmingu þar sem fólki gefst kostur á að kaupa kaffi og kleinur. Einnig sýnir kvenfélagið ,,slide show“ úr starfi félagsins.
Kl.13:00-17:00 Félagslundur, sölubásar ýmsir aðilar verða með sölubása m.a. er tré, gler, prjónavörur, skartgripir og ýmiskonar hönnun.
Kl. 12:30 Hraungerðiskirkja. Barna- og fjölskylduguðþjónusta hjá sr. Óskari Hafsteini Óskarsyni og Axeli Njarðvík.
Kl. 15:30, Félagslundur, barnaleikrit. Möguleikhúsið verður með sýninguna Ástarsaga úr fjöllunum. Einnig verður boðið upp á andlitsmálningu.
Kl. 20:30 Kvöldvaka í Þjósárveri. Hinnu einnu sönnu Kaffibrúsakarlar koma fram. Eins og alþjóð veit hafa þessir skemmtikraftar snúið aftur, nú er einstakt tækifæri til að sjá þá hér í Flóanum. Hagyrðingarnir; Sigurjón Jónsson, Magnús Halldórsson, Kristján Ragnarsson og Dagbjartur Dagbjartsson munu leika lystir sínar undir dyggri stjórn Guðmunar Stefánssonar í Hraungerði. Þá mun hljómsveitin Glundroði spila eitthvað fram eftir kvöldi. Glundroði spilar alvöru íslenska sveita-þjóðlaga-rokk-popp-suðurríkja tónlist með keim af írskri þjóðlagatónlist. Lögunum þeirra hefur verið mjög vel tekið af öllum aldurshópum. Allir velkomnir, aðgangseyrir kr. 1500.
Ball verður í Þjósárveri eftir kvöldvökuna en þar mun Glundroði spila fram eftir nóttu, aðgangseyrir eftir kvöldvöku kr. 2000 (þeir sem hafa greitt inn á kvöldvökuna geti verið áfram á ballinu.)
Sunnudagur 2. júní
Kl. 11:00-18:00 Þingborg. Ýmis dýr, stór og smá, til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Gamlir jeppar verða til sýnis á planinu. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður með tambólu (hlutaveltu), blóma- og grænmetissölu. Þá verður sögusýning í tilefni af 80 ára afmæli kvenfélagsins. Þá mun kvenfélagið vera með kaffisölu.
Kl.11:00-17:00 Ullavinnslan Þingborg. (Gamla Þingborg) Opið hús.
Kl. 11.00-14.00 Ölvisholti Hér má skoða lausagönguhesthús / opið hesthús ásamt sjálfvirku fóðurkerfi fyrir hey og kjarnfóður sem henta jafnt fyrir reiðhesta í lausagöngu og í stíum en ennfremur fyrir útigang. Hesthúsið er búið að vera í notkun í þrjú ár. Einnig má hafa samband í síma 892 1340 eða 856 1132 og koma á öðrum tímum ef það hentar betur.
Kl. 12:00-15:00 Brandshús. Opið hús í hænsna og dúfnakofunum og hvítar bréfdúfur fljúga um, ungar á stjái.
Kl. 13:00-18:00 Íslenski bærinn, Torfbærin í Austur-Meðalholtum. Íslenski torfbærinn endurspeglar sögu og lifnaðarhætti Íslendinga í aldanna rás. www.islenskibaerinn.com
Kl. 13:00-18:00 Þingborg. Málverkasýningin ,,önnur hugmynd“ eftir Sesselju Ásgeirsdóttur, þetta er sýning á olíu- og vatnslitamyndum. Þetta er önnur einkasýning Sesselju en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Kl. 13-18:00 Þingborg. Lúðvík Karlsson (Liston) sýntir höggmyndir í stein af ýmsum toga, bæði úti og inni.
🙂
Kl. 13:00-18:00 Tré og list er lifandi listasmiðja sem kynnir tréskurð og sérstakt handverk. Alexander Ó.B.Kristjánsson á Grund 12 ára er með myndlistarsýningu. Myndirnar spanna allt frá fjögra ára aldri. Björg Sörensen Selfossi með sýningu á verkum sínum (postul.ið amlonan Sigga a tínsmálun). Nýtt listaverk: Brokkarinn, Sigga á Grund. Nýtt listaverk: Móðir jörð, Ólafur Sigurjónsson. Aðgangseyrir 500, frítt fyrir börn.
Kl. 13:00-18:00 Sveitabúðin Sóley Tungu. Heitt á könnunni og svaladrykkur.
Kl. 13:00-18:00 Starfsíþróttakeppni HSK í Flóaskóla Keppt verður í þrem greinum: pönnukökubakstri, stafsetningu og að leggja á borð. Það er starfsíþróttanefnd HSK í samstarfi við umf. Vöku sem stendur fyrir mótinu sem jafnframt er forkeppni fyrir val á keppnisliði HSK á Landsmóti UMFÍ á Sefoss í júlí nk. Skráning fer fram hjá Fanneyju Ólafsdóttur á netfanginu fanneyo@emax.is eða í síma 486-3345. Hún veitir jafnframt nánari upplýsingar um mótahaldið og keppnisreglur.
Kl. 14:00 Þingborg Prjónakaffi. Anna Kristín Helgadóttir kemur og kynnir blaðið sitt prjónafjör og verður með prjónaðar flíkur sem er í blaðinu.
Kl. 14:00-17:00 Þjósárver kvenfélag Villingaholltshrepps verður með kaffihlaðborði. Kl. 15:00 munu Karíus og baktus koma í heimsókn, krakkar það er miklu skemmtilegra að sjá Karíus og Baktus í Þjósárveri en að hafa þá uppi í munninum á sér!
Kl.13:00-17:00 Félagslundur. Sýning á málverkum eftir Eyjólf Eyfells, einnig verður leiktjald til sýnis sem hann málaði og var notað í Félagslundi. Þá verður kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps með kökubasar enn einnig verða þær með kaffihúsastemmingu þar sem fólki gefst kostur á að kaupa kaffi og kleinur. Einnig sýnir kvenfélagið ,,slide show“ úr starfi félagsins.