Auglýst er eftir unglingum fæddum 1997, 1998 og 1999 með lögheimili í Flóahreppi, til vinnu í sumar við Vinnuskóla Flóahrepps.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 3. júní til 18. júlí og geta unglingar valið um sex vikur innan þessa tímaramma.
Unnið verður 4 daga vikunnar, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9.00-16.00
Tekið er á móti skráningum á skrifstofu sveitarfélagins til mánudagsins 22. apríl n.k. í síma 480-4370 frá kl. 9.00-13.00 eða með tölvupósti á netfangið gudrun@floahreppur.is