Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt reglur um niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsum.
Reglurnar eiga við þegar barn fær ekki pláss í leikskólanum Krakkaborg og eru svohljóðandi:
1. gr. Réttur til niðurgreiðslu
Rétt til niðurgreiðslu vegna vistunar hjá dagforeldrum eiga foreldrar með lögheimili í Flóahreppi sem ekki fá pláss fyrir börn sín í leikskólanum Krakkaborg.
Réttur til niðurgreiðslu gildir að hámarki frá því að fæðingarorlofi lýkur samanber lög nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof og þar til barni er boðin dvöl í leikskólanum Krakkaborg. Daggæsla er niðurgreidd allt að 11 mánuði á ári. Ekki er greitt niður með börnum af leikskóllum sem dvelja í daggæslu yfir sumartímann.
Reglur Flóahrepps um systkinaafslætti gilda ekki nema fyrir börn sem eru með vistun í Krakkaborg.
2. gr. Skilyrði fyrir niðurgreiðslu
Forsjárforeldri og barn þarf að eiga lögheimili í Flóahreppi.
Forsjárforeldri sækir um niðurgreiðslu á til þess gerðum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Flóahrepps eða á skrifstofu sveitarfélagsins.
Umsókn um niðurgreiðslu skal endurnýja fyrir 1. ágúst ár hvert eða ef hlé verður á gæslu.
Dagforeldri þarf að hafa tilskilin leyfi yfirvalda til daggæslu á heimili sínu.
Forsjárforeldri er ekki í fæðingarorlofi og fær ekki vistun fyrir barnið á leikskólanum Krakkaborg.
Kvittun frá viðkomandi dagforeldri þarf að liggja fyrir undangengin mánuð.
3. gr. Fjárhæð niðurgreiðslu
Fjárhæð niðurgreiðslu miðast við vistunartíma barns og greiðist foreldri til lækkunar vistunargjalds hjá dagforeldri.
Hámarksendurgreiðsla er sem hér segir:
4. gr. Gildistaka
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 42. gr. reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.
Reglurnar taka gildi við samþykkt þeirra. Ekki verða veittar niðurgreiðslur aftur í tímann þó að umsækjandi hafi átt rétt á þeim.
Reglurnar skal endurskoða árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 3. apríl 2013