Niðurstaða skoðanakönnunar um framtíðarstaðsetningu leikskólans Krakkaborgar liggur fyrir en 204 eða 60% vildu að framtíðarstaðsetning verði í Þingborg og 127 eða 37% að framtíðarstaðsetning verði í Flóaskóla.
Í skoðanakönnun var hægt að haka við annað af neðangreindu:
□ Vilt þú að framtíðarstaðsetning leikskólans Krakkaborgar verði í Þingborg?
□ Vilt þú að framtíðarstaðsetning leikskólans Krakkaborgar verði í Flóaskóla?
Á kjörskrá voru 457 manns og 339 tóku þátt í skoðanakönnuninni eða 74% kjósenda. 7 seðlar voru auðir og 1 ógildur.