Sveitarstjórn Flóahrepps í samráði við fræðslunefnd Flóahrepps vill minna á íbúafund sem haldinn verður 18. apríl n.k. kl. 20.00 í Þingborg. Efni fundar er skýrsla um starfsaðstöðu leikskólans Krakkaborgar.
Framsögumaður á fundi verður Trausti Þorsteinsson, annar höfunda skýrslu um starfsaðstöðu Krakkaborgar.
Á heimasíðu Flóahrepps er hægt að sjá skýrsluna ásamt fleiri gögnum um þá vinnu sem lögð hefur verið í að skoða málefni leikskólans. Hægt er að fá gögnin útprentuð á skrifstofu Flóahrepps ef óskað er eftir því.
Í framhaldi af íbúafundi er fyrirhugað að halda ráðgefandi skoðanakönnun samhliða Alþingiskosningum 27. apríl n.k. í Félagslundi. Rétt til að taka þátt í skoðanakönnun eiga þeir sem uppfylla skilyrði 2. gr., sbr. 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og voru með lögheimili í Flóahreppi 6. apríl 2013. Kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 – 22:00.
Í skoðanakönnun verður hægt að haka við annað af neðangreindu:
□ Vilt þú að framtíðarstaðsetning leikskólans Krakkaborgar verði í Þingborg?
□ Vilt þú að framtíðarstaðsetning leikskólans Krakkaborgar verði í Flóaskóla?
Sveitarstjórn Flóahrepps