Íbúafundur verður haldinn í Þjórsárveri miðvikudaginn 20. mars n.k. kl. 20:00
Í haust sem leið fór af stað vinna vegna skóla- og frístundastefnu Flóahrepps undir stjórn Hrannar Pétursdóttur MBA. Þetta er eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga og hafa skólastjórar og starfsfólk Flóaskóla og Krakkaborgar komið að þessarri vinnu í vetur með fulltrúum Fræðslunefndar og Æskulýðs- og tómstundanefndar. Samstarf við íbúa sveitarfélagsins í vinnu sem þessarri hefur gefist vel og nú langar okkur til að fá ykkur íbúar góðir á íbúarfund þann 20.mars 2013 kl. 20 í Þjórsárveri til að fá hugmyndir frá ykkur inn í stefnumótavinnuna.
Með von um góða mætingu.
Kaffi og meðlæti.
Fræðslunefnd og Æskulýðs- og tómstundanefnd Flóahrepps.