Fundargerð 126. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 6. mars 2013
Fundartími: 20:00 – 23:45
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Árni Eiríksson, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Svanhvít Hermannsdóttir, Halla Reynisdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Gestur fundarins er Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi Flóahrepps.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram 56. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 28. febrúar 2013 ásamt samþykktum fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs.
Eftirfarandi dagskrárliðir varða Flóahrepp:
Mál nr. 8: Þjótandi-fyrirspurn um stækkun á loðdýraskála.
Í bókun skipulags-og byggingarnefndar kemur fram að fyrirhugað sé að stækka eitt af loðdýrahúsum í landi Þjótanda um 57 m til austurs.
Mál nr. 9: Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. janúar til 27. febrúar 2013.
Mál nr. 31: Dsk Yrpuholt lnr. 166352
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi lýsingu að deiliskipulagi fyrir Yrpuholt og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna og leita umsagna um hana.
Mál nr. 32: LB_Laugardælur land 206116
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun 1.446 fm lóðar úr landi Laugardæla lnr. 206116 með fyrirvara um lagfærð gögn í samræmi við leiðbeiningar skipulagsfulltrúa.
Mál nr. 33: LB_Sviðugarðar lnr. 165504 – ný 2 ha lóð
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun 2 ha lóðar úr landi Sviðugarða lnr. 16504 með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Varðandi mál nr. 30: Dsk Langholt 2 og 3
Ekki er gerð athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með 3 atkvæðum.
Svanhvít Hermannsdóttir og Elín Höskuldsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun: Í ljósi óvissu um landamerki eins og kom fram á sveitarstjórnarfundi 6. febrúar s.l. teljum við eðlilegt að byrjað sé á að koma jarðarskiptum á hreint. Deiliskipulag yrði síðan unnið á þeim grunni.
Einnig lögð fram fundargerð 15. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.
b) Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 6. febrúar 2013 þar sem kært er að grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulagi er varðar Langholt 2 og 3 í Flóahreppi hafi ekki farið fram.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Erindi vegna Miklholtshellis
Erindi frestað.
Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2012 lagður fram til fyrri umræðu.
Á fundinn mætti Auðunn Guðjónsson endurskoðandi og útskýrði reikninginn.
Samkvæmt rekstrarreikningi A og B hluta er niðurstaða ársins jákvæð um 54,4 mkr.
Auðunni þökkuð vel unnin störf og ársreikningi vísað til annarrar umræðu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að reglum Flóahrepps um niðurgreiðslu daggæslu barna í heimahúsum.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa drögum að reglum til umsagnar fræðslunefndar Flóahrepps.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram skýrsla Trausta Þorsteinssonar og Hólmfríðar Árnadóttur um starfsaðstöðu leikskólans Krakkaborgar.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með fræðslunefnd og fá skýrsluhöfunda til að kynna skýrsluna.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Í samræmi við ákvæði gr. 4.1 í samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða skal stjórn þjónustusvæðis skipuð þremur fulltrúum og skal hvert félagsþjónustusvæði tilnefna sinn fulltrúa í stjórnina.
Sveitarstjórn samþykkir að Aldís Hafsteinsdóttir verði fulltrúi Velferðarnefndar Árnesþings í stjórn þjónustusvæðis.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram til kynningar, erindi frá Sveitarfélaginu Árborg dags. 28. febrúar 2013 þar sem fram kemur að bæjarstjórn Árborgar hafi samþykkt úrsögn úr byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Suðurlands.
Jafnframt kemur fram að til greina komi að selja þeim sveitarfélögum sem áhuga hafa þjónustu um kaup á einstaka þjónustuþáttum.
Samþykkt að senda til fræðslunefndar til kynningar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekin fyrir að nýju, beiðni um aðkomu Flóahrepps að stækkun kirkjugarðs Gaulverjabæjarkirkju sbr. IV. kafla laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Oddviti og sveitarstjóri áttu fund með sóknarnefndinni þar sem farið var yfir kostnaðar- og verkáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða 300.000 kr. á árinu 2013 vegna hleðslu á kirkjugarði. Að öðru leyti er málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Svanhvít Hermannsdóttir víkur af fundi og Halla Reynisdóttir tekur hennar sæti.
Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 13. febrúar 2013 þar sem óskað er eftir umsögn Flóahrepps vegna umsóknar um rekstarleyfi veitingastaðar í Golfskálanum, Svarfhólsvelli.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn sbr. 23. og 24. gr. reglug. nr. 585/2007.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Elín Höskuldsdóttir kynnir skóla- og frístundastefnu fyrir Flóahrepp en vinna hefur verið í gangi við stefnu að undanförnu á vegum fræðslunefndar með aðkomu starfsfólks grunn- og leikskóla og æskulýðs- og tómstundanefndar.
Hrönn Pétursdóttir hefur stýrt starfi að undirbúningi skólastefnu Flóahrepps.
Samþykkt sem bókun með atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps nr. 125 dags. 6. febrúar 2013 lögð fram.
b) Fræðslunefndar Flóahrepps
Fundargerð fræðslunefndar Flóahrepps dags. 21. febrúar 2013 lögð fram. Fræðslunefnd mælir með að keyptur verði skápur fyrir myndmennta- og smíðagögn.
Samþykkt að leita tilboða í skáp.
Einnig leggur fræðslunefnd til að keyptur verði rennibekkur og bandsög í smíðastofu.
Samþykkt að vísa til fjárhagsáætlunargerðar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Æskulýðs- og tómstundanefndar
Fundargerð æskulýðs- og tómstundanefnar dags. 23. janúar 2013 lögð fram.
d) Velferðarnefndar Árnesþings
Fundargerð velferðarnefndar Árnesþings dags. 30. janúar 2013 lögð fram.
e) Atvinnu- og umhverfisnefndar
Fundargerð atvinnu- og umhverfisnefndar dags. 27. febrúar 2013 lögð fram. Varðandi lið 5 þá samþykkir sveitarstjórn að kanna möguleika á kynningu fyrir íbúa sveitarfélagsins um öryggismál og vinnuvernd.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) 464. fundur SASS dags. 8. febrúar 2013
b) 224. fundur Sorpstöðvara Suðurlands dags. 5. febrúar 2013
c) 146. og 147. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 15. febrúar og 27. febrúar 2013
d) 1. fundur fagráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 20. febrúar 2013
e) Erindi frá Ungmennafélagi Íslands dags. 7. febrúar 2013
f) Erindi frá nefndasviði Alþingis
g) Liðsstyrkur dags. 25. febrúar 2013
Fyrir fundi liggur tillaga skipulagsfulltrúa uppsveita og Flóahrepps um að heimilt verði að stækka loðdýraskála í Þjótanda um allt að 70 m í stað 57 m. til austurs samkvæmt ósk umsækjanda og samkvæmt máli nr. 8 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 56.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:45
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Halla Reynisdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)