Föstudaginn 15. mars halda nemendur í 1.-7. bekk árshátíð í Þjórsárveri. Hátíðin hefst klukkan 14:00.
Nemendur hafa æft hin ýmsu atriði en þema árshátíðarinnar í ár er Laddi.
6.-7. bekkur mun sjá um SJOPPU fyrir sýningu og í hléi og rennur ágóði í ferðasjóð þeirra.
Vonumst til að sjá sem flesta!