Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 9. janúar 2013
Fundartími: 20:00 – 23:30
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Árni Eiríksson, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Svanhvít Hermannsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Á fundi liggur frammi fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu fyrir árið 2013.
Gestir fundar eru Jón Þórir Frantzson, Birgir Kristjánsson og Guðjón Egilsson frá Íslenska Gámafélaginu ehf.
Dagskrá:
Gestir fundarins, Birgir Kristjánsson, Jón Þórir Frantzson og Guðjón Egilsson frá Íslenska Gámafélaginu kynntu sorphirðu og endurvinnslu í Flóahreppi frá því að sveitarfélagið gerði samning við fyrirtækið. Fram kom að frá því að sorpurðunarstaðurinn í Kirkjuferjuhjáleigu lokaði skiptir enn meira máli en áður að flokka sorpið til halda flutningskostnaði í skefjum. Farið var yfir heildarsorpmagn í sveitarfélaginu á árunum 2009 til 2012 og gerður samanburður á sorpmagni á milli ára.
Fulltrúum Íslenska Gámafélagsins þakkað fyrir greinargott erindi og upplýsingar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram 54. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 20. desember 2012. Eftirfarandi dagskrárliðir varða Flóahrepp:
Nr. 2: Þjótandi-fyrispurn um stækkun á loðdýraskála.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og tekur einnig jákvætt í erindið en bíður niðurstöðu leiðbeininga um ferli leyfisveitingar.
Nr. 3: Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2012
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 90. afgreiðslufundar frá 29. nóvember og 91. afgreiðslufundar frá 19. desember 2012.
Nr. 5: Hryggur 2
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi.
Nr. 6: Mörk 16
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og hafnar því að gefið sé út byggingarleyfi fyrir nýju aukahúsi á lóðinni vegna ósamræmis við deiliskipulag svæðisins.
Nr. 24: LB_Hnaus land 2 lnr. 213873 og Hnaus land 3 lnr. 213874
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á lóðarmörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.
Lögð fram til kynningar, fundargerð 13. fundar stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 22. nóvember 2012.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
c) Beiðni um umsögn vegna lögbýlisumsóknar, Gafl
Tekin fyrir beiðni um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis í landi Gafls, landnr. 218-942 og 218-943. Fyrir fundi liggur umsögn Búnaðarsambands Suðurlands ásamt uppdrætti af viðkomandi landi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis sbr. 17. gr. laga nr. 81/2004 og telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
d) Deiliskipulag Langholti 2 og 3
Lagt fram erindi frá Baldri Eiðssyni og Kristínu Tryggvadóttur ásamt hugmynd að útfærslu deiliskipulags. Í erindi er óskað eftir því að sveitarstjórn endurskoði afstöðu sína til deiliskipulags í landi Langholts 2 og 3 og taki afstöðu til útfærslunnar.
Í fyrirliggjandi útfærslu er gert ráð fyrir 150 m2 starfsmannahúsi þar sem áður var gert ráð fyrir gistihúsi, 50 m2 frístundahúsi, 1.000 m2 reiðhöll, 350 m2 skemmu og 300 m2 gistihúsi sem staðsett verður sunnar á lóðinni en fyrri byggingarreitur gerði ráð fyrir.
Samþykkt með atkvæðum Aðalsteins Sveinssonar, Árna Eiríkssonar og Hildu Pálmadóttur að óska eftir skipulagsgögnum sbr. ofangreindum hugmyndum.
Svanhvít Hermannsdóttir og Elín Höskuldsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Umrætt mál var afgreitt á sveitarstjórnarfundi 5. desember s.l. Fyrir fundi liggur nú erindi um upptöku málsins. Vandséð er hvað hefur breyst sem réttlætir það. Ekki kemur neinn rökstuðningur með erindi þessu hversvegna sveitarstjórn eigi að taka það upp aftur til afgreiðslu sem myndi réttlæta endurupptekningu málsins. Einnig er gerð athugasemd við að gögn sem lúta að afgreiðslu þessa máls eru afhent í fundarbyrjun.
Lagt fram erindi frá Brunavörnum Árnessýslu dags. 17. desember 2012. Í erindi kemur fram að fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu hafi samþykkt á fundi 13. desember 2012 að festa kaup á húseigninni Árvegi 1, Selfossi. Um er að ræða eignarhluta Árborgar í Björgunarmiðstöðinni, heildarverð 288.000.000 kr. Samþykki fulltrúaráðs var háð samþykki aðildarsveitarfélaganna.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð með fyrirvara um samþykki annarra aðildarsveitarfélaga.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn vill ennfremur þakka Stefáni Helgasyni fyrir hans störf í fulltrúaráði Brunavarna Árnessýslu en Héraðsnefnd Árnesinga tók við yfirstjórn Brunavarna um síðustu áramót.
Tekið fyrir erindi dags. 3. janúar 2013 frá formanni Héraðsnefndar Árnesinga um skuldbreytingu vegna Listasafns Árnesinga. Fyrir fundi liggur tillaga að bókun vegna skuldbreytingar svohljóðandi:
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Listasafns Árnesinga, kt.511076-0729, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.500.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga, sem er eigandi Listasafns Árnesinga. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að að endurfjármagna óhagstæðari lán sem tekin voru árið 2003 til að fjármagna húsnæði listasafnsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin samþykkir jafnframt að eignarhald að Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila á meðan lánið er ekki að fullu greitt.
Fari svo að Flóahreppur framselji eignarhlut í Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Flóahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Aðalsteini Sveinssyni kt. 100159-5549 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Flóahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda bókun með fyrirvara um samþykki annarra aðildarsveitarfélaga.
Lögð fram framkvæmda- og kostnaðaráætlun frá Trausta Þorsteinssyni vegna vinnu við mat á kostum þess og göllum að flytja leikskólann Krakkaborg í Flóaskóla og þess að hafa starfsemi leikskólans áfram á núverandi stað.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 1.220.000 kr. og reiknað er með að vinnu verði lokið í febrúar 2013.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun með 5 atkvæðum.
Lögð fram tilboð í lýsingu sparkvallar við Flóaskóla og lýsingu heimreiðar að skóla.
Samþykkt að hafna báðum tilboðum.
Sveitarstjórn samþykkir að skoða það að setja minni lýsingu við sparkvöllinn heldur en tilboð gera ráð fyrir.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um hvatagreiðslur til íþrótta-lista- og tómstundaiðkunar og reglum um styrki vegna æfinga- og keppnisferða.
Breytingar gera ráð fyrir því að styrkumsækjendur skili inn umsóknareyðublöðum ásamt fylgigögnum fyrir 1. maí vegna voranna og 1. desember vegna haustanna.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að reglum um úthlutun styrkja, 1.000.000 kr. sem ætluð er til menningarmála á árinu 2013.
Vísað til næsta fundar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við gerð siðareglna fyrir Flóahrepp.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn ræðir um rekstur tjaldsvæðis við Þjórsárver.
Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa málinu til umsagnar rekstrarstjórnar félagsheimila.
Lagðar fram túlkanir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara um gr. 1.3.2, viðbótarlaun vegna álags eða verkefna utan 9,14 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna félags grunnskólakennara.
Sveitarstjórn tekur undir túlkun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps nr. 123 dags. 5. desember 2012 lögð fram.
a) 462. fundur SASS dags. 29. nóvember 2012
b) 143. og 144. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 18. október og 7. desember 2012
c) 107. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu dags. 13. desember 2012
d) Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 20. desember 2012 vegna endurupptöku skipulagsmála
e) Erindi dags. 3. desember 2012 vegna fjarskiptamála
f) Erindi dags. 11. desember 2012 vegna fjarskiptamála
g) Erindi frá nefndasviði Alþingis dags. 7. desember 2012
h) Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands dags. 30. nóvember 2012
a) Bókun Ásahrepps vegna inngöngu í Skipulags- og byggingarembætti uppsveita og Flóa bs.
Lagður fram tölvupóstur dags. 7. janúar 2013 um samþykki hreppsnefndar Ásahrepps dags. 4. janúar 2013 um inngöngu í Skipulags- og byggingarembætti uppsveita og Flóa bs.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir fyrir sitt leyti aðild Ásahrepps að embættinu sbr. meðfylgjandi erindi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:30
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)