Jólaskemmtun verður haldinn laugardaginn 15. desember í reiðhöll Sleipnis kl 14:00– 16.00. Það er Hestamannafélagið Sleipnir sem standa mun að skemmtunni.
Þar verður margt sér til gamans gert. Teymt verður undir börnum, heitt súkkulaði og veitingar verða seldar á vægu verði. Jólasveinar koma á hestbaki og syngja með Gumma Tóta og börnum. Einnig verður jólatréssala, harmonikuleikur og lúðrasveit.
Engin aðgangseyrir, allir velkomnir.