Hljómsveitin Valdimar hélt tónleika í félagsheimilinu Þingborg laugardaginn 24. nóvember s.l. Hljómsveitin Aragrúi kom sá og sigraði sem upphitunaratriði fyrir Valdimar en hljómsveitin Aragrúi er skipuð ungu og efnilegu tónlistarfólki, meðal annars Huldu Kristínu Weasley söngkonu.
Valdimar spilaði lög af nýútkominni breiðskífu sinni „Um stund“ ásamt eldra efni en hljómsveitin hefur verið að kynna skífuna undanfarið og voru tónleikarnir í Þingborg hluti af þeirri kynningarferð. Tónleikarnir voru liður í tónleikaröð Tónahátíðar félagsheimila Flóahrepps.