Fundargerð 122. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 7. nóvember 2012
Fundartími: 20:00 – 23:30
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Árni Eiríksson, varaoddviti, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Svanhvít Hermannsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Á fundi liggur frammi ársskýrsla Æskulýðsnefndar Sleipnis 2012, fundargerð sveitarstjórnar frá 3. október 2012 og bæklingurinn South Iceland 2012-2013.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Tekin fyrir fundargerð skipulags-og byggingarnefndar nr. 52 dags. 25. október 2012. Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 29, dsk. Skálmholt land C lnr. 219650, nr. 30, dsk. Litlu-Reykir og nr. 31, landskipulag 2013-2024.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Lögð fram afgreiðsla byggingarfulltrúa nr. 87 dags. 3. október 2013. Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 22, Gegnishólapartur, atvinnuhúsnæði og staðfestir afgreiðslu.
Einnig lögð fram afgreiðsla byggingarfulltrúa nr. 88 dags. 17. október 2012. Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 19, Mörk 13, nr. 20, Mörk 13, nr. 21, Mörk 13 og nr. 22, Mörk 13. Um er að ræða atvinnuhúsnæði í öllum tilvikum.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Fundargerð stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt minnisblaði dags. 23. október 2012 og drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013
Lögð fram fundargerð 12. fundar stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 25. október 2012 ásamt minnisblaði dags. 23. október 2012 og drögum að fjárhagsáætlun 2013.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
c) Erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti vegna Þjótanda
Lagður fram tölvupóstur frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 5. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi skipulagsmál fyrir rekstur loðdýrabús og ábendingum varðandi leigu á loðdýrahúsum sem staðsett eru á Þjótanda og viðbyggingu við þau.
Engar breytingar eru á stöðu skipulagsmála vegna loðdýrabúsins og sveitarstjórn fagnar því að byggt verði við loðdýrahúsið með áframhaldandi rekstur í huga og mælist til þess að leigutaki hafi afnot af jörðinni sem lengst.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram skýrsla um forhönnun og kostnaðarmat vegna lagningu ljósleiðara í Flóahrepp dags. október 2012. Kostnaðaráætlun liggur fyrir sem nemur 307.128.807 kr. m/vsk.
Sveitarstjórn samþykkir að afla frekari upplýsinga um málið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fyrir fundi liggur kostnaðaráætlun fyrir spónasogkerfi í smíðastofu og kennslueldhúsi Flóaskóla.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir frekari tilboðum í verkið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða dags. 7. október 2012 þar sem óskað er eftir styrk til girðingaframkvæmda á afréttargirðingu að upphæð 326.000 kr. pr/ár til þriggja ára.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda beiðni.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagður fram tölvupóstur dags. 22. október 2012 þar sem kvartað er undan ágangi sauðfjár og skemmdum á trjágróðri af þeirra völdum.
Sveitarstjórn hvetur landeigendur almennt til að girða sín lönd af og halda þeim við með fullnægjandi hætti sbr. girðingalög nr. 135/2001 til að koma í veg fyrir árekstra af þessu tagi.
Samþykkt að taka til athugunar að gerðverði samþykkt fyrir búfjárhald í Flóahreppi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að Árni Eiríksson taki að sér formennsku í atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps en Bjarni Sigurðsson hefur sagt sig frá formennsku í nefndinni sökum anna.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Grími Hákonarsyni, dags. 22. október 2012 þar sem skorað er á sveitarfélög á Suðurlandi að koma í veg fyrir lokun kvikmyndahúss á Selfossi.
Sveitarstjórn tekur undir ummæli Gríms um nauðsyn þess að halda kvikmyndahúsi opnu á Selfossi og hvetur eigendur þess til að endurskoða ákvörðun sína um lokun.
Skorað er á nágrannasveitarfélög að gera slíkt hið sama.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram bréf frá Birni H. Halldórssyni f.h. Sorpu, Sorpstöðvar Suðurlands, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Sorpurðunar Vesturlands dags. 16. október 2012.
Í erindinu er óskað upplýsinga um mögulega sorpurðunarstaði á svæði ofantalinna sorpfélaga.
Vísað til atvinnu- og umhverfisnefndar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram uppsagnarbréf Gyðu Guðmundsdóttur, dags. 31. október 2012.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa 60% starf bókara sveitarfélagsins laust til umsóknar.
Gyðu eru þökkuð afar vel unnin störf og gott viðmót frá því hún hóf störf fyrir Flóahrepp árið 2008.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram fyrirspurn frá Innanríkisráðuneytinu dags. 21. september 2012 um málstefnu sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga.
Ný sveitarstjórnarlög hafa falið í sér fjölmörg ný verkefni fyrir sveitarfélög. Eðlilegt er að innleiðing laganna taki tíma og sveitarfélögin þurfa að forgangsraða sínum verkefnum innan þess ferlis.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram beiðni um fjárstyrk frá Stígamótum.
Sveitarstjórn sér ekki færi á að styrkja málefnið að þessu sinni.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá SÁÁ dags. 17. október 2012 vegna átaksins betra líf-mannúð og réttlæti.
Sveitarstjórn tekur undir þá hugmynd að 10% af áfengisgjaldinu verði nýtt til að veita þolendum áfengis og vímuefnavandans þá félagslegu þjónustu og úrræði sem eru meðal skyldna sveitarfélaga.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dags. 24. september 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og umhverfisskýrslu. Málinu vísað til skoðunar hjá skipulags- og byggingarnefnd.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Erindi lagt fram.
Sveitarstjórn tekur undir með flutningsmönnum tillögunnar og telur það miklvægt að Alþingi bregðist skjótt við og álykti um nauðsyn þess að niðurstöðum skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun verði fylgt eftir með viðeigandi aðgerðum og fjármagni.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Erindi lagt fram.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerðir sveitarstjórnar nr. 120 dags. 3. október 2012 og nr. 121 dags. 31. október 2012 lagðar fram.
b) Fræðslunefndar Flóahrepps
Fundargerð fræðslunefndar Flóahrepps dags. 25. október 2012 lögð fram. Með fundargerð liggur fyrir tillaga fræðslunefndar um aðila til að taka út faglega starfssemi leik- og grunnskóla.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Æskulýðs- og tómstundanefndar Flóahrepps
Fundargerðir æskulýðs- og tómstundanefndar Flóahrepps nr. 11 dags. 4. september og nr. 12 dags. 16. október 2012 lagðar fram.
Varðandi lið 3 í fundargerð nr. 11 er tekið fram að aukavinna starfsmanns við félagsmiðstöð hefur verið gerð upp.
d) Rekstarstjórnar félagsheimila
Fundargerð rekstrarstjórnar félagsheimila dags. 11. október 2012 lögð fram.
e) Nefndar oddvita og sveitarstjóra um Velferðarþjónustu Árnesþings
Fundargerð nefndar oddvita og sveitarstjóra um Velferðarþjónustu Árnesþings dags. 26. október 2012 lögð fram.
f) Hérðarsnefndar Árnesinga, 57. fundur
Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga dags. 24. október 2012 lögð fram.
g) Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða
Fundargerð aðalfundar Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða dags. 27. apríl 2012 lögð fram.
a) 460. fundur SASS dags. 17. október 2012
b) 142. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 2. október 2012
c) 144. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 26. september 2012
d) 220. og 221. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 21. september og 1. október 2012
e) 90. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 26. september 2012
f) Erindi til Vegagerðar vegna Gaulverjabæjarvegar
a) Erindi frá kvenfélagi Villingaholtshrepps
Lagt fram bréf frá kvenfélagi Villingaholtshrepps dags. 5. nóvember 2012 vegna viðburðahalds í Þjórsárveri.
Sveitarstjórn samþykkir að oddviti og sveitarstjóri boði stjórnir kvenfélags Villingaholtshrepps og ungmennafélagsins Vöku á fund til að ræða málið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Landskipti úr landi Hnauss
Lagt fram lóðablað frá Verkfræðistofu Suðurlands yfir 1 ha lóðar fyrir íbúðarhús á landi Hnauss land 1 (lnr. 213872). Byggingarfulltrúi er að vinna í lagfæringu á skráningu hússins til samræmis við útgefið eldra byggingaleyfi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Erindi frá Landssambandi hestamanna
Lagt fram erindi frá Landssambandi hestamanna dags. 3. október 2012. Í erindi er óskað eftir fjárstuðningi, 100.000 kr. pr/ár í fjögur ár vegna skráningar reiðleiða eins og þær koma fram á aðalskipulagi hvers sveitarfélags.
Afgreiðslu frestað.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
d) Heimild til að stofna til reikninga
Sveitarstjórn samþykkir að húsvörður Flóaskóla hafi heimild til að stofna til reikninga fyrir Flóahrepp.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:30
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)