Föstudaginn 16. nóvember s.l. var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur um land allt. Í tilefni dagsins buðu nemendur og starfsfólk leikskólans Krakkaborgar ásamt Flóahreppi eldri borgurum sveitarfélagsins til kaffisamsætis í félagsheimilinu Þingborg.
Elstu nemendur leikskólans sungu nokkur íslensk lög og Halla Aðalsteinsdóttir í Kolsholti sagði krökkunum frá jólahaldi fyrri ára. Flóahreppur bauð síðan upp á kaffiveitingar sem kvenfélag Hraungerðishrepps annaðist. Öll börnin í leikskólanum mættu í kaffiboðið og gæddu sér á kræsingum með gestum. Dagurinn heppnaðist afar vel og það er von þeirra sem að boðinu stóðu að þetta verði upphafið að meira samstarfi milli þessarra kynslóða.